Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

55127. fundur 08. júní 2007
 
 
            Ár 2007, föstudaginn 8. júní, kl. 11:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Veitingahúsinu Sigtúni, Hofsósi.
 
            Mætt voru:  Einar E. Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
 
1.      Viðræður við veiðimenn í refa- og minkaveiðum
 
Einar setti fund og bauð fundarfólk velkomið til fundar.
 
Til fundar við Landbúnaðarnefnd voru mættir eftirtaldir veiðimenn:
Gunnar Steingrímsson, veiðisvæði hans Austur-Fljót
Jón Númason, veiðisvæði hans Vestur-Fljót og vörpin á Hrauni, Haganesi og Mósvarpið. Þá sér Jón um minkaleit í Fljótum - Sléttuhlíð, Hrolleifsdal, Unadal – Deildardal – Hjaltadal, farið er með ám og vötnum á svæðinu.
Jóhann Guðbrandsson, hans veiðisvæði er Unadalur-Höfðahólar, Þórðarhöfði-Deildardalur, að hluta.
Halldór Ólafsson, hans veiðisvæði hefur verið Óslandshlíð og Deildardalur.
 
Einar gerði veiðimönnum grein fyrir þeim breytingum, sem verða á greiðslum fyrir ref og mink, sem stafar af minna fjármagni til veiðanna samkv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2007.
Greidd verður föst upphæð pr. dýr á ref og mink.
Veiðimenn sýndu þessum breytingum skilning. Þeir félagar munu sinna veiðunum á umræddum svæðum. Gerður verður rammasamningur um veiðarnar við veiðimennina.
Eftir að hafa innbyrt góða súpu og brauð viku þeir félagar af fundi.
 
Kl. 12:30 mætti á fund Landbúnaðarnefndar fjallskilanefnd Deildardals og Óslandshlíðar, þeir Guðmundur Jónsson, Loftur Guðmundsson og Jón Kjartansson, þá var og mættur Ingvar Páll Ingvarsson frá tæknideild sveitarfélagsins. Framantaldir voru boðaðir til nefndarinnar til þess að ræða um byggingu á skilarétt í Deildardal.
Ingvar Páll lagði fram teikningu af réttinni. Smíði er lokið á grindum og járnaverki. Búið er að jafna gömlu réttina við jörðu. Næsta mál er að steypa undirstöður. Stærð réttarinnar 854 ferm, á að rúma um 1200 fjár.
Samið hefur verið við Friðbjörn Jónsson um byggingu réttarinnar.
Heildarkostnaður áætlaður kr. 8,5 – 8,7 millj.
 
Ýmis mál rædd varðandi fjallskil o.fl.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson, ritari.