Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 58 (130) – 05.12.2007
Fundur 58 (130) – 05.12.2007
Ár 2007, miðvikudaginn 5. desember kl. 9:30, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar á Sauðárkróki.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
Dagskrá
- Fundarsetning
- Fjárhagsáætlun 2008
- Refa- og minkaveiði 2007
- Fundur með Byggðarráði kl. 10:00 v/Óbyggðanefndar
- Könnun á 3ja fasa rafmagni
- Bréf
- Önnur mál
Afgreiðslur
1. Einar setti fund og kynnti dagskrá.
2. Fjárhagsáætlun 2008. Farið var yfir fjárhagsáætlun.
1) Landbúnaðarnefnd málafl. 13-200 kr. 1.543.000.
2) Ýmis landbúnaðarmál málafl. 13-210 kr. 7.428.000.
3) Markaskrá kr. 30.000.
Landbúnaðarnefnd skorar á Byggðarráð að auka framlag til viðhalds rétta, óskar nefndin eftir kr. 3.000.000 til múrviðgerða og málunar á Staðarrétt, þá þarf að gera kostnaðaráætlun á viðhaldi v/Grófargilsréttar og Mælifellsréttar.
Þá vill Landbúnaðarnefnd skora á Byggðarráð að auka framlag til refa- og minkaveiða, í það minnsta til samræmis við þá upphæð sem var áætluð í málaflokkinn 2006 eða 4,9 millj. frá sveitarfélaginu.
3. Refa- og minkaveiði 2007.
Frá 1. sept. 2006 – 31. ág. 2007 var veiði þessi:
Refur: Hlaupadýr 81, grendýr 67, hvolpar 159, samtals 307 dýr. Samtals kr. 3.946.324.
Minkur: Steggir 129, læður 79, hvolpar 110, samtals 318 dýr. Samtals kr. 1.278.212.
Með nýju greiðslufyrirkomulagi fyrir veiðarnar hefur tekist að halda kostnaði innan marka fjárhagsáætlunar, nauðsynlega þarf þó að fá aukið fjármagn til veiðanna.
4. Farið á fund Byggðarráðs til að ræða bréf Óbyggðanefndar þ. 26. nóv. 2007. – Sjá afgreiðslu Byggðarráðs.
(Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur
Á fundi byggðarráðs 29. nóv. s.l. var tekið fyrir bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 26. nóvember 2007, varðandi frest fjármálaráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum á vestanverðu Norðurlandi. Landbúnaðarnefnd ásamt Sigurði Haraldssyni og Jóni Erni Berndsen sviðsstjóra tæknisviðs mættu á fund ráðsins kl. 10:00 til að fjalla um þetta mál.
Byggðarráð ályktar eftirfarandi:
Fyrir síðustu alþingiskosningar töluðu forsvarsmenn og frambjóðendur allra flokka um mikilvægi þess að breyta vinnulagi óbyggðanefndar og fjármálaráðuneytis við kröfugerð varðandi þjóðlendur. Byggðarráð telur afar mikilvægt að staðið verði við gefin fyrirheit og vinnulagið endurskoðað.
Byggðarráð samþykkir að hafa forystu um að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess varðandi hugsanlegar kröfur í þjóðlendur og felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.)
Fundi fram haldið í Leiðbeiningarmiðstöð.
5. Samþ. var að afla upplýsinga í samráði við Atvinnu- og ferðamálanefnd um þau svæði og býli í Skagafirði sem eru án 3ja fasa rafmagns.
6. Bréf:
a) Lagt fram bréf frá Umferðarstofu, dags. 31. okt. 2007, er varðaði lausagöngu hrossa á Þverárfjallsvegi. Samþ. var að óska eftir fundi með fulltrúa Vegagerðar um málið en stórt svæði er ógirt meðfram Þverárfjallsvegi.
b) Lagt fram bréf frá Héraðsdýralæknum Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmis, dags. 10. okt. 2007. Efni: Árleg bólusetning ásetningslamba og kiða til varnar garnaveiki. Landbúnaðarnefnd hefur samið við dýralækna starfandi í Skagafirði um að annast þessa þjónustu við bændur.
c) Lagt fram bréf frá Freysteini Traustasyni, dags. 06.11.07, þar sem hann segir upp öllum störfum fyrir fjallskilasjóð Lýtingsstaðahrepps. Landbúnaðarnefnd færir honum þakkir fyrir vel unnin störf. Samband verður haft við varamann.
7. Önnur mál: Ýmis mál rædd.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson