Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Endurnýjun leigusamnings um land í Laugarbólslandi
Málsnúmer 1306110Vakta málsnúmer
2.Leigusamningur um land í Laugarbólslandi
Málsnúmer 1306122Vakta málsnúmer
Lögð fram ósk frá Hlífari Hjaltasyni um að leigusamningur hans um land í Laugarbólslandi við sveitarfélagið, verði til 10 ára í stað tveggja.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að samningurinn verði ótímabundinn og inn í hann verði sett ákvæði um að óheimilt sé að framleigja landið til þriðja aðila.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að samningurinn verði ótímabundinn og inn í hann verði sett ákvæði um að óheimilt sé að framleigja landið til þriðja aðila.
3.Ristahlið á veginum upp í Deildardal
Málsnúmer 1307042Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá fjallskilastjórn Deildardals þar sem óskað er eftir að ristahlið sem er á veginum upp Deildardal verði fært neðar á veginn eða að gatnamótunum upp til Deildardals. Með þessu móti telur stjórnin að auðveldara verði að halda við vegagirðingu við þjóðveginn og minnka megi slysahættu af völdum búfjár.
Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfmanni nefndarinnar að fylgja málinu eftir.
Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfmanni nefndarinnar að fylgja málinu eftir.
4.Gögn og upplýsingar um matsatriði við arðskrármat
Málsnúmer 1307080Vakta málsnúmer
Að beiðni Veiðifélagsins Flóka vinnur matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði að nýrri arðskrá fyrir vatnasvæðið.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni landbúnaðarnefndar að senda formanni matsnefndarinnar þær athugasemdir sem ræddar voru undir þessum dagskrárlið til að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni landbúnaðarnefndar að senda formanni matsnefndarinnar þær athugasemdir sem ræddar voru undir þessum dagskrárlið til að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins.
5.Reglugerð um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að nýrri reglugerð um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Samþykkt að fara betur yfir texta og tilvísanir.
Samþykkt að fara betur yfir texta og tilvísanir.
6.Beitarhólf í og við Hofsós
Málsnúmer 1307113Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd samþykkir að bannað verði að hafa merar í hólfi með stóðhesti í landi sveitarfélagsins, innan þéttbýlis í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd áréttar að góð umgengni og beitarþol verði virt á landi sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd áréttar að góð umgengni og beitarþol verði virt á landi sveitarfélagsins.
7.Ósk um stækkun á leigulandi í Hofsós
Málsnúmer 1306220Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Pálma Rögnvaldssyni þar sem hann óskar eftir stækkun á leigulandi því sem hann hefur á leigu í landi sveitarfélagsins á Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið, en frestar afgreiðslu þar til skiplagningu svæðisins er lokið.
Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið, en frestar afgreiðslu þar til skiplagningu svæðisins er lokið.
Fundi slitið - kl. 13:16.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að samningurinn verði ótímabundinn og inn í hann verði sett ákvæði um að óheimilt sé að framleigja landið til þriðja aðila.