Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Uppsögn fjallskilanefndar
Málsnúmer 1401113Vakta málsnúmer
2.Fyrirspurn vegna umferðar um Unadalsafrétt
Málsnúmer 1307119Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Birgi Frey Þorleifssyni, þar sem hann óskar eftir svari um hvort Unadalsafrétt sé opin fyrir skipulögðum hestaferðum ferðaþjónustuaðila.
Landbúnaðarnefnd telur sig ekki hafa heimild til að stöðva umferð um afrétt, svo fremi að hún valdi ekki óþarfa ónæði og raski sbr. fjallskilareglugerð Skagafjarðar.
Landbúnaðarnefnd telur sig ekki hafa heimild til að stöðva umferð um afrétt, svo fremi að hún valdi ekki óþarfa ónæði og raski sbr. fjallskilareglugerð Skagafjarðar.
3.Lóðarleigusamningur - Mælifellsrétt
Málsnúmer 1401207Vakta málsnúmer
Lagður fram lóðarleigusamningur um land við Mælifellsrétt frá 3. júní 1998, milli Indriða Sigurjónssonar og fyrrum Lýtingsstaðahrepps.
Landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjóra verði falið að fara í viðræður við landeiganda um breytingu á samningnum vegna fyrirhugaðara framkvæmda við réttina.
Landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjóra verði falið að fara í viðræður við landeiganda um breytingu á samningnum vegna fyrirhugaðara framkvæmda við réttina.
4.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins.
5.Sauðárkróksrétt
Málsnúmer 1401245Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá fjallskilastjóra Sauðárkróks varðandi viðhald Sauðárkróksréttar.
Fundi slitið - kl. 12:42.
Landbúnaðarnefnd tekur afsögn nefndarinnar til greina og þakkar þeim vel unnin störf.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni sínum, Arnóri Gunnarssyni, umsjón með afréttarmálum út kjörtímabilið.