Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

1. fundur 03. júlí 1998 kl. 14:00 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 1 – 03.07.98

 

Ár 1998, föstudaginn 3ja júlí, kom nýkjörin landbúnaðarnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði saman til fyrsta fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 14,00. Mættir voru Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson og Smári Borgarsson auk sveitarstjóra, Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Kosning ritara.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur: 

1. Í upphafi fundar lýsti sveitarstjóri eftir tillögum um formann og kom fram tillaga um Bjarna Egilsson.

Þar eð fleiri tillögur bárust ekki var Bjarni réttkjörinn formaður.

 

2. Tók Bjarni nú við fundarstjórn og lýsti eftir tillögum um varaformann. Kom fram tillaga um Símon Traustason.

Þar eð fleiri tillögur bárust ekki var Símon réttkjörinn varaformaður.

 

3. Tillaga kom fram um Smára Borgarsson sem ritara.

Þar eð fleiri tillögur bárust ekki var Smári réttkjörinn ritari.

 

4. Bjarni fór yfir starfsvettvang nefndarinnar, sem liggur þó ekki endanlega fyrir.

Nefndarmenn voru sammála um að hraða mjög skipun í fjallskilanefndir og fjallskilastjóra í sveitarfélaginu. rætt var um eyðingu refa og minka, svo sem staðsetn­ingu grenja á svæðinu, einnig framkvæmd á grenjavinnslunni, sem telst talsvert yfirgripsmikið mál.

Mikið rætt um notkun GPS staðsetningartækninnar til varðveislu upplýsinga um greni, einnig til sparnaðar við grenjavinnslu. Rætt var um tengingu grenjavinnslu við fjallskilanefndir á viðkomandi svæðum. Nefndarmenn skiptu með sér afréttarsvæðum, til könnunar á mönnum í fjallskilanefndir og fjallskilastjóra.

 

Smári Borgarsson                  Snorri Björn Sigurðsson

Skapti Steinbjörnsson

Bjarni Egilsson         

Þórarinn Leifsson

Símon E. Traustason