Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

2. fundur 14. júlí 1998 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 2 – 14.07.98

 

Þriðjudaginn 14. júlí 1998 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Stjórn­sýslu­húsinu

 

Dagskrá:

            1. Tilnefningar fjallskilastjóra og fjallskilanefnda.

            2. Fjallskilareglugerð.

            3.  Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1.         Bjarni fór yfir stöðuna í fjallskilamálum í austan verðum Skagafirði, einnig á Skaga og í  Skarðshreppi, sem virðist stefna nokkuð vel.

            Ný nefnd fyrir Sauðárkrók hefur verið sett og er hún þannig skipuð:  Guðmundur Sveinsson, fjallskilastjóri og meðstjórnendur Stefán Reynisson  og  Ingimar Jóhannsson.  Tekur hún þegar til starfa.

            Í Staðarafrétt, Eyvindarstaðarheiði og á Hofsafrétt er málið í vinnslu og ákveðið að ganga frá tilnefningum þessum á fundi landbúnaðarnefndar að viku liðinni.

 

2. Borist hefur athugasemd við fjallskilareglugerð frá Landbúnaðarráðuneyti.

     Bjarna Egilssyni var falið að tala við Hjördísi Halldórsdóttur, sem undirritar bréfið.

 

3. Lesin fundargerð frá stjórn Upprekstrarfélags Eyvindarstaðarheiðar þar kemur fram að  ákveðið var að sleppa grenjaleit í vor vegna góðs árangurs af vetrar­veiði.  Þrátt fyrir góðan árangur af  vetrarveiði telur nefndin ástæðu til grenja­leitar að vori til, ekki síst til að kanna áhrif vetrarveiða.

 

Smári Borgarsson

Bjarni Egilsson

Skapti Steinbjörnsson

Þórarinn Leifsson

Símon E. Traustason