Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 3 – 21.07.98
Ár 1998, þriðjudaginn 21. júlí, kl. 10,30, kom landbúnaðarnefnd í sameinuðu sveitarfél. í Skagafirði saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Undirritaðir mættir.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Tilnefning í fjallskilanefndir.
- Fjallskilareglugerð, ath.semdir sem borist hafa.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Bjarni Egilsson form. setti fund, bauð fundarmenn velkomna til fundar og þá sérstaklega Sigurð Haraldsson, sem tekið hefur að sér ritarastarf fyrir nefndina. Bjarni kynnti síðan dagskrá.
2. Tilnefningar í fjallskilanefndir.
1) Austur-Fljót:
Haukur Ástvaldsson, fjallskilastj.
Jón Númason, varafjallskilastj.
Viðar Pétursson.
Til vara: Gunnar Steingrímsson, Jóhannes Ríkarðsson.
2) Vestur-Fljót:
Sigurður Steingrímsson, fjallskilastj.
Örn Þórarinsson, varafjallskilastj.
Þórarinn Guðvarðarson.
Til vara: Sigurbjörn Þorleifsson, Símon Gestsson.
3) Hofshreppur:
Jón Björn Sigurðsson, fjallskilastj. Hrollleifsdalur
Einar Einarsson, fjallskilastj. Unadalur.
Kristján Jónsson, fjallskilastj. Deildardalur.
Til vara:
Gestur Stefánsson Hrollleifsdalur
Elsa Stefánsdóttir Unadalur
Loftur Guðmundsson Deildardalur.
4) Hóla- og Viðvíkurhreppur (Kolbeinsdalsafr.)
Steinþór Tryggvason, fjallskilastjóri
Sigurður Guðmundsson, varafjallskilastjóri,
Birgir Haraldsson.
Til vara: Bjarni Maronsson, Erlingur Garðarsson.
5) Hegranes, Rípurhreppur
Lilja Ólafsdóttir, fjallskilastjóri
Jóhann Már Jóhannsson, varafjallskilastjóri
Birgir Þórðarson.
Til vara: Magnús Jónsson, Jón Sigurjónsson.
6) Skarðshreppur
Úlfar Sveinsson, fjallskilastjóri
Andrés Helgason, varafjallskilastjóri
Viðar Ágústsson.
Til vara: Ásta Einarsdóttir, Halla Guðmundsdóttir.
7) Sauðárkrókur
Guðmundur Sveinsson, fjallskilastjóri
Ingimar Jóhannsson, varafjallskilastjóri
Stefán Reynisson.
Til vara: Stefán Skarphéðinsson, Þorbjörg Ágústsdóttir.
8) Skefilsstaðahreppur
Bjarni Egilsson, fjallskilastj.
Guðmundur Vilhelmsson, varafjallskilastj.,
Steinn Rögnvaldsson.
Til vara: Jón Stefánsson, Björn Halldórsson.
9) Staðarhreppur
Bjarni Jónsson, fjallskilastj.
Jón E. Jónsson, varafjallskilastj.
Ari J. Sigurðsson.
Til vara: Þröstur Erlingsson, Jónína Stefánsdóttir.
10) Seyluhreppur (úthluti)
Arnór Gunnarsson, fjallskilastj.
Ragnar Gunnlaugsson, varafjallskilastj.
Bjarni Bragason.
Til vara: Elvar Einarsson, Gunnlaugur Tobíasson.
11) Framhl. Seyluhrepps og Lýtingsstaðahreppur
Sigfús Pétursson, fjallsk.stj. Seyluhrepps, framhl.
Indriði Stefánsson, fjallsk.stj. Lýtingsst.hr.
Egill Örlygsson.
Til vara:
Valdimar Eiríksson, varafjallsk.stj. Seyluhr.
Ólafur Björnsson, varafjallsk.stj., Lýtingsstaðahr.
Valgerður Kjartansdóttir.
12) Hofsafréttur
Kosningu frestað.
3. Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu.
Bjarni gerði grein fyrir þeim athugasemdum, sem komið hafa frá Landbúnaðarráðuneyti v/ 1.gr. 5.8.19.20.21.25.27.28.29. Allnokkrar umræður urðu um málið og leiðréttingar gerðar, (smáorðalagsbreytingar). Bjarna var falið að ræða við ráðuneytið um breytingu á 1. gr. (fjallsk.deildir) og fl. er væri til bóta í öðrum greinum.
4. Önnur mál.
1) Tilnefning í stjórn Staðarafréttar.
Bjarni Jónsson, formaður, Guðmundur Sveinsson, Arnór Gunnarsson, Úlfar Sveinsson og Lilja Ólafsdóttir.
2) Tilnefning í stjórn Eyvindarstaðaheiðar f.h. Skagafj.
Sigfús Pétursson og Indriði Stefánsson.
3) Kynnt fundargerð frá stjórn Uppr.fél. Eyvindarstaðaheiðar, dags. 19. júlí ‘98.
4) Kynnt bréf frá Landgræðslu ríkisins, undirr. af Sveini Runólfssyni, dags. 20. júlí ’98, er varðaði tímamörk í upprekstri hrossa á skagfirska afrétti á þessu sumri. Bréfið nokkuð seint á ferðinni. Víða er búið að ákveða dagsetningu upprekstrar, sem er seinna en verið hefur.
Nefndin tekur undir efni bréfsins og vill stuðla að því að fylgst sé vel með þessum málum.
5) Kynnt bréf frá Halldóri Sigurðssyni, dags. 17. júlí 1998, þar sem hann óskar eftir að fá að reka 10 hross frá Mikley í Hólmi á Eyvindarstaðaheiði sumarið 1998.
Allnokkur umræða varð um erindi þetta. Málinu frestað, nefndin sammála um að fá lögfræðilegt álit á málinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Bjarni Egilsson Sigurður Haraldsson, ritari
Þórarinn Leifsson Skapti Steinbjörnsson
Smári Borgarsson Símon E. Traustason