Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

4. fundur 27. júlí 1998 kl. 10:30 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 4 – 27.07.98

 

Ár 1998, mánudaginn 27. júlí, kl. 10,30, kom landbúnaðarnefnd í sameinuðu sveitar­félagi í Skagafirði saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Undirritaðir mættir.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Bréf, sem borist hafa.
  3. Málefni Hofsafréttar.
  4. Kosningar.
  5. Búfjáreftirlit.
  6. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni Egilsson, form. setti fund og kynnti dagskrá.

2. Bréf, sem borist hafa.

a) Kynnt bréf, dags. 9/7´98, undirr. af Margeiri Björnssyni. Þar er farið fram á að sveitarfélagið sjái um að lokið verði uppsetningu á merkjagirðingu milli Mælifellsár og Reykjasels. Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps hafði samþ. þessa framkvæmd og gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun.

Hlutur sveitarfélagsins er 3/4 í girðingunni, 1/4 er hlutur Reykjabænda í Tungusveit, og var samþ. í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps að hreppurinn sæi um framkvæmd verksins og sendi svo reikn. til Reykjabænda að 1/4. Landbúnaðarnefnd var sammála um að beina því til sveitarstjórnar að láta ljúka verkinu.

Einnig kemur fram í bréfi Margeirs ábending um landsskemdir á Mælifellsdal vegna vegagerðar Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar. Margeir lítur svo á að sveitar­félagið sé ábyrgt fyrir skemmdum og fer fram á að vegagerð þessi verði endurskoðuð og lands­skemmdir bættar.

b) Kynnt bréf, ódagsett, undirritað af Valgarði Guðmundssyni, Ásgeir V. Arnljótsson, Valgerður I. Kjartansd., Böðvar Sigurðsson, Freysteinn Traustason, Sigurjón Valgarðs­son, Aðalsteinn Eiríksson, Erna Reynisdóttir og Elín H. Sigurjónsdóttir.

Í bréfinu er skorað á sveitarstjórn að beita sér fyrir því að Landsvirkjun standi við gerðan samning nú þegar, varðandi vegagerð á Mælifellsdal.

Nokkur umræða varð um vegamálin alm., sem Landsvirkjun hefur séð um á vegum Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar. Nefndin var sammála um að ástæða væri til að fara í vettvangsskoðun á svæðinu og funda með þeim aðilum, sem málið varðar, og á þessi bókun við a og b lið hér að framan.

c) Bjarni formaður sagði frá munnlegri umkvörtun til sín, er varðaði girðingamál í Írafelli. Þar er um að ræða að rafmagn hefur ekki verið á girðingum og viðhaldi ábótavant.

Rafmagn á þessa girðingu hefur verið fengið frá Hjálmari Guðmundssyni, Ánastöðum, sem telur að ekki hafi verið gengið frá greiðslu til sín fyrir afhendingu rafmagns á þessu ári.

Nefndin fól Sigurði Haraldssyni að reyna að ná samkomulagi við Hjálmar um afhendingu rafmagns á girðinguna, að öðrum kosti að keypt verði rafstöð.

d) Kynnt gögn er borist höfðu varðandi leyfi, er gefið var til Bifreiðaklúbbs Skagafjarðar vegna rallýkeppni, sem fram fór þ. 10. ág. 1996.

Stöðvarstjóri Blönduvirkjunar gaf út leyfi fyrir hönd veghaldara, fram kemur í gögnum frá Landsvirkjun að hún telur sig ekki veghaldara á svæðinu og stöðvarstjóri hafi ekki haft umboð til þess að gefa út umrætt leyfi.

Allnokkur umræða varð um það atriði, hver væri veghaldari á umræddum vegum. Bjarna var falið að ræða m.a. við Vegagerð um málið og fá upplýsingar.

e) Bjarni formaður tók til umræðu erindi, sem frestað var samkv. fundargerð frá 21. júlí sl., lið 5, er varðaði ósk Halldórs Sigurðssonar um upprekstur 10 hrossa á Eyvindar­staðaheiði í sumar. Bjarni upplýsti að Halldór hefði afturkallað beiðnina.

 

3. Málefni Hofsafréttar.

a) Kynnt bréf, dags. 7. maí ´98, undirritað af Hjálmari S. Guðjónssyni, Tunguhálsi II, til sveitarstjórnar Lýtingsstaðahrepps, er varðaði stjórn fjallskilamála á Hofsafrétt.

b) Svarbréf sveitarstjórnar Lýtingsstaðahrepps, dags. 12/5 ´98.

c) Bréf til sýslumannsins á Sauðárkróki, undirr. af Hjálmari S. Guðjónssyni, dags. 18/5 ´98.

 

4. Kosningar.

Samráðsnefnd Blönduvirkjunar.

Tilnefndur var Egill Örlygsson, til vara Sigfús Pétursson.

Vísað er til 2. gr. viðaukasamnings varðandi virkjun Blöndu frá 15. mars 1982 undirritað 24. mars 1990 - varðandi setu varamanns í nefndinni. Vísast til samningsins.

 

5. Búfjáreftirlit.

Nefndin var sammála um að leita eftir samningum við Búnaðarsamband Skagfirðinga um framkvæmd þess. Bjarna og Sigurði falið að vinna að málinu

 

6. Önnur mál.

Bjarni gerði grein fyrir Fjallskilareglugerð  Skagafjarðarsýslu, sbr. fundargerð frá 21. júlí ´98, og þeim breytingum, sem gerðar voru að beiðni ráðuneytisins - og vísast til reglugerð­arinnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Bjarni Egilsson                      Sigurður Haraldsson (ritari)

Skapti Steinbjörnsson            Símon E. Traustason

Jón H. Arnljótsson                 Smári Borgarsson.