Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

5. fundur 05. ágúst 1998 kl. 10:30 Fundarsalur Sveitarfélagsins

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 5 – 05.08.98

 

Ár 1998, miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 10,30, kom landbúnaðarnefnd í samein­uðu sveitar­félagi í Skagafirði saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.

Undirritaðir mættir.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Hofsafréttarmál.
  3. Bréf, sem borist hafa.
  4. Tilnefning í stjórn Skarðsár.
  5. Markaumsjónarmaður í Skagafjarðarsýslu.
  6. Veghald á Mælifellsdal.
  7. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1.      Bjarni Egilsson setti fund og kynnti dagskrá.


2.     
Hofsafréttarmál.

Borist hafði bréf frá Hjörvari V. Jóhannssyni, Hofi, ódagsett. Í bréfinu er m.a. rætt um fjallskilamál á Hofsafrétt.

Samþ. var að fela Bjarna og Sigurði að svara umræddu bréfi og jafnframt samþ. að koma á fundi með þeim aðilum, sem málið varðar og eiga upprekstur á Hofsafrétt.


3.     
Bréf, sem borist hafa.

a)    Kynnt bréf, dags. 26.07.98, undirritað af Erlu Hafsteinsdóttur, f.h. hrepps­nefndar Bólstaðarhlíðarhrepps.

Efni bréfsins varðar samning er gerður var milli Skagafjarðardeildar 4x4 klúbbsins og Lýtingsst.hr., Seyluhrepps og Bólstaðarhl.hrepps.

Samþ. var að vísa málinu til stjórnar Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar til umsagnar.

b)   Rætt var um bréf frá Landgræðslu ríkisins, dags. 20. júlí ´98, er tekið var á dagskrá nefndarinnar þ. 27. júlí sl.

Samþ. var að fela Sigurði að rita svarbréf til Landgræðslunnar, þar sem kæmi fram að Landbúnaðarnefnd er reiðubúin til viðræðu um gróðurnefnd og óska eftir að hún komi á viðræðum um málið.

 

4.      Tilnefning í stjórn Skarðsár.

Tilnefningu hlutu:

Sigmar Jóhannsson, Skapti Steinbjörnsson og Birna Sigurbjörnsdóttir.

Til vara:    Jón E. Jónsson og Helgi Sigurðsson.

 

5.      Markaumsjónarmaður Skagafjarðarsýslu.

Tilnefnd var Lilja Ólafsdóttir, Kárastöðum.

Haft hafði verið samband við Lilju og hún reiðubúin að taka starfið að sér og tillaga um að greiða til hennar kr. 3 þús. pr. mán. Var hún samþ. því.

 

6.      Veghald á Mælifellsdal.

Bjarni formaður skýrði frá því að hann hafi haft samb. við Vegagerðina.

Sveitarstjórn Lýtingsst.hr. sótti um viðhaldsfé til Vegagerðar meðan hún sá um viðhald, Landsvirkjun hefur séð um viðhald samkv. samn. um Blönduvirkjun frá 1982. Frumkvæði um viðhald hefur því komið frá sveitarstjórnum.

Verður því að líta svo á að sameinað sveitarfél. í Skagafirði sé veghaldari.

 

7.      Önnur mál.

a)    Bjarni sagði frá viðræðum sem hann átti, ásamt Sigurði, við Snorra Björn sveitarstjóra um hin ýmsu mál, er heyra undir landbúnaðarnefnd, m.a. þóknun til fjallskilastjóra o.fl.

Rætt var um viðhald mannvirkja, réttir, girðingar og skála. Tillaga var um að ekki þyrfti að leita samþ. sveitarstjórnar um minniháttar viðhald, sem væri innan við 100 þús. kr.

Lagt var til að innheimta fjallskilagjalda verði hjá innheimtustjóra hins nýja sveitarfélags.

Lagt til að koma á fundi með fjallskilastjórum í sveitarfélaginu, samræma störf þeirra og setja reglur um fjallskilagjöld.

Lagt til að álagning fjallskilagjalda miðist við að fjallskilaskyldur fénaður standi undir kostnaði við göngur, réttarstjórn og hirðingu úr útréttum.

Kostnaður við viðhald girðinga, geymsluhólfa, fjárrétta og nýbygginga verði greiddur úr sveitarsjóði, með þeirri undantekningu að arður af mannvirkjum og afréttum í eigu sveitarfélagsins renni til viðkomandi fjallskilasjóða, enda verði hann nýttur til greiðslu kostnaðar, sem annars félli á sveitarsjóð.

Rætt var um úttekt á girðingum með vegum vegna greiðslustyrkja frá Vegagerð.

Lagt til að þjónustufulltrúi sveitarfélagsins í Varmahlíð sjái um þennan þátt f.h. sveitarfélagsins og landeigendur beini umsóknum sínum til hans.

 

b)   Lagt fram bréf, undirritað af Þórarni Leifssyni, dags. 05.08.98.

Efni: Landsmót hestamanna ár 2002.

Þórarinn reifaði efni bréfsins, megin inntak þess var:

Á sveitarstjórn Skagafjarðar að beita sér fyrir því, í samvinnu við hestamanna­fél. í Skagafirði, að Landsmót hestamanna árið 2002 verði haldið í Skagafirði?

Á hvern hátt getur sveitarfélagið komið að því máli.

Allnokkur umræða varð um efni bréfsins og talin full ástæða til að taka efni þess til skoðunar.

Lagt er til að sveitarfél. hafi frumkvæði að því að koma á viðræðum um málið milli hagsmunaaðila og er landbúnaðarnefnd tilbúin að vinna að málinu.

 

c)    Sigurður sagði frá samkomulagi við Hjálmar Guðmundsson varðandi afhend­ingu á rafmagni á Írafellsgirðingu, samkomulag um að hann fái kr. 5 þús. greiddar á ári fyrir rafmagnið, eftir er að gera samning við Hjálmar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið.

 

Bjarni Egilsson                      Sigurður Haraldsson

Þórarinn Leifsson

Smári Borgarsson

Skapti Steinbjörnsson.