Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 6 – 14.08.98
Ár 1998, föstudaginn 14. ágúst, var boðað til fundar í Árgarði, kl. 2100. Til fundarins var boðað af landbúnaðarnefnd í Sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Til fundarins voru boðaðir aðilar sem upprekstur eiga í Hofsafrétt.
Bjarni Egilsson formaður landbúnaðarnefndar setti fund og kynnti tilefni hans, sem var málefni Hofsafrétta.
Bjarni gerði grein fyrir nýrri fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu, sem staðfest var í Landbúnaðarráðuneyti þ. 11. ágúst 1998 m.a. þær greinar er fjalla um skipan fjallskilastjórnar í hinum ýmsu deildum og að það væri hlutverk landbúnaðarnefndar að tilnefna í stjórnir deildanna og fylgjast með að farið væri eftir fjallskilreglugerð á hverju svæði.
Tilefni fundarins væri m.a. að fá ábendingu um fjallskilanefnd Hofsafréttar.
Þeir sem tóku þátt í umræðunum auk nefdarmanna í Landbúnaðarnefnd voru:
Hjörvar Jóhannsson, sem taldi að umrætt afréttrarsvæði heyrði ekki undir yfirstjórn landbúnaðarnefndar og liti ekki lögum og reglum fjallskilareglugerðar Skagafjarðarsýslu og virtist ekki möguleiki á að fá hann ofan af þeirri skoðun sinni.
Guðsteinn Guðjónsson, Arnþór Traustason, Sigtryggur Gíslason, Sigurbergur og Guðjón Kristjánssynir, Berta Finnbogadóttir og Hólmfríður Jónsdóttir voru á einu máli um að ekki hafi verið rétt á málum haldið varðandi Hofsafrétt og vildu að sjálfsögðu að farið yrði eftir fjallskilareglugerð Skagafj.s. á afréttarsvæði Hofsafréttar.
Rætt var um hvort flötur væri á því að aðilar, sem mættir voru af umræddu afréttarsvæði, kæmu sér saman um tilnefningu fulltrúa á fjallskilanefnd, svo varð ekki, en ákveðið var að halda fund um málið n.k. sunnudagskvöld kl.2100og freista þess að ná þá samkomulagi um tilnefningu fulltrúa í fjallskilanefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Bjarni Egilsson
Þórarinn Leifsson
Símon E. Traustason
Sigurður Haraldsson
Skapti Steinbjörnsson
Smári Borgarsson