Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 8 – 19.08.98
Ár 1998, miðvikudaginn 19. ágúst, kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður nefndarinnar.
Dagskrá:
- Fundur settur.
- Minnispunktar til fjallskilanefnda.
- Fundur með fjallskilastjórn Hóla- og Viðvíkursveitar.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Bjarni Egilsson setti fund og kynnti dagskrá.
2. Nefndin ræddi um starfssvið fjallskilastjórnar, m.a. álagningu fjallsk.gjalda og vísar nefndin til fundargerðar nefndarinnar frá 5. ágúst sl., 7. liðar, a, í dagskrá. Samþ. var að semja bréf til fjallskilastjórna þar sem ýmsir minnispunktar væru settir fram um fjallskilastjórnun.
3. Er hér var komið mætti til fundar nýskipuð fjallskilastjórn í Hóla- og Viðvíkursveit, þeir Steinþór Tryggvason, Birgir Haraldsson og Sigurður Guðmundsson. Steinþór og félagar vörpuðu fram ýmsum spurningum er varðaði fjallskilamál í Hóla- og Viðvíkurhreppi.
Var það m.a. um að ræða þær eignir, sem til staðar eru, en þær eru samkv. Fasteignamati ríkisins
1) Fjall í Hólahreppi eignarhlutf. 100%
2) Gangnamannaskáli 100%
3) Skúr við Laufskálarétt “ 100%
4) Skriðuland, jörð “ 100%
5) Unastaðir, jörð “ 40%
Af þessari upptalningu sést að hér er um allmikið umfang að ræða sem Fjallskilasjóður Hóla- og Viðvíkurhrepps hefur séð um.
Rætt var um hvernig best væri að haga hinum ýmsu þáttum, m.a. er varða rekstur skálanna og óskað eftir að fjallskilastjórn komi með tillögu til landbúnaðarnefndar í því sambandi. Þá var einnig rætt um vegamálin og hvernig bæri að standa að viðhaldi.
Rætt um eyðingu refa og minka.
Rætt var um nýtingu lands og jarða og hverjir ættu að fara með þessi mál, s.s. Ásgarð o.fl. Óskað var eftir tillögu frá fjallskilanefnd í þessu sambandi.
Þeir félagar úr Hóla- og Viðvíkurhreppi upplýstu landbúnaðarnefnd um fjölda atriða, er varðaði fjallskilamál í Hóla- og Viðvíkurhreppi, jarðakaup og landamerkjamál o.fl.
Mikil umræða varð um öll þessi mál, sem að framan eru upp talin.
Eins og fram kemur hér framar í fundargerð þá mun landbúnaðarnefnd senda út bréf til fjallskilastjórnar um hina ýmsu þætti í framkv. fjallskilamála.
4. Önnur mál.
Samþ. að boða til fundar þá aðila hrossaræktar í Skagafirði og aðra þá er tengst gætu Landsmóti L.H. 2002 og hrossarækt í héraðinu.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Bjarni Egilsson Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Þórarinn Leifsson
Skapti Steinbjörnsson
Símon E. Traustason