Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 10 – 08.09.98
Ár 1998, þriðjudaginn 8. sept., kl. 1300 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson, starfsm. nefndarinnar.
Tekið skal fram að fundarboð þessa fundar til Skapta Steinbjörnssonar misfórst, en Skapti vék af síðasta fundi áður en honum lauk en þá var þessi fundur ákveðinn. (Uppl. var að Skapti væri erlendis.)
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Skoðunarferð á Mælifellsdal og Kiðaskarð 27/8’98.
- Landgræðslulög og girðingarlög og fl.
- Garnaveikibólusetn., hundahreinsun.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Bjarni Egilsson formaður setti fund og kynnti dagskrá.
2. Skoðunarferð á Mælifellsdal og Kiðaskarð.
Rætt var um uppsetningu girðingar á landamerkjum Mælifellsár og Reykjasels, komið hefur í ljós að það svæði, sem eftir er að girða, er mun lengra en Margeir á Mælifellsá hefur upplýst um, eða 2,9 km samkv. mælingu er framkv. var af Smára Borgarssyni, Reykjabræðrum Indriða og Kristjáni og Valgarði Guðmundssyni. Sveitarfélagið hefur samþ. að girða helming svæðisins, sem verður þá 2,5 km. Samþ. var að leita eftir tilboði í efni.
Rædd ýmiss atriði er varðaði skoðunarferðina.
3. Farið var yfir lög um Landgræðslu, náttúruvernd og lög um skógrækt.
4. Rætt var um garnaveikibólusetningu og hundahreinsun.
Ákveðið var að leita eftir samningum við heimadýralækna um framkvæmd garnaveikibólusetningar og hundahreinsunar.
5. Önnur mál.
Rætt var um málefni Eyvindarstaðaheiðar, samþ. var að koma á fundi með stjórn Upprekstarfél. Eyvindarstaðaheiðar.
Rætt var vandamál varðandi lausagöngu búfjár á vegum.
Rætt var um að uppsöfnun á landbúnaðarplasti væri orðin vandamál í sveitarfélaginu og nefndin var sammála um að úrbóta sé þörf hið fyrsta.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Bjarni Egilsson Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Símon E. Traustason
Þórarinn Leifsson