Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 12 – 22.09.98
Ár 1998, þriðjudaginn 22. sept., kl. 1300 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mættir voru Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson, starfsm. nefndarinnar.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Jón Ormar Ormsson mætir til viðræðna við nefndina.
- Samningur við Búnaðarsamb. Skagfirðinga lagður fram.
- Tilboð frá dýralæknum.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Bjarni Egilsson, formaður, setti fund og kynnti dagskrá.
2. Bjarni formaður bauð velkominn til fundar Jón Ormar Ormsson.
Jón gerði nefndarmönnum grein fyrir umfangi og fyrirkomulagi er varðar starfsemi um Vestnorrænt samstarf. Hann reifaði ýmsar hugmyndir um samvinnu t.d. við Grænlendinga og Færeyinga og velti upp fjölmörgum hugmyndum í því sambandi.
Ræddar voru ýmsar þær hugmyndir, sem Jón setti fram á sviði landbúnaðarmála svo og á öðrum sviðum og hvernig best væri að stuðla að auknu samstarfi.
Bjarna formanni falið að vinna að málinu.
3. Lagður fram samningur um sérfræðiþjónustu vegna forðagæslu, búfjár- og gróðureftirlits í Skagafirði, annarsvegar milli Búnaðarsambands Skagfirðinga og hinsvegar Sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Nefndarmenn samþykktu samninginn fyrir sitt leyti. (Sjá meðf. samning.)
4. Lagt fram tilboð frá starfandi dýralæknum í Skagafirði um greiðslu fyrir garnaveikibólusetningu og hundahreinsun.
Samþykkt var að fela Bjarna formanni að ganga frá samningi fyrir næsta fund.
5. Önnur mál.
a) Rætt um nauðsyn þess að koma á framfæri upplýsingum frá nefndinni til land- og búfjáreigenda með útgáfu fréttabréfs.
b) Samþ. var að halda fund með forsvarsmönnum hestamanna í Skagafirði um málefni hestamennsku og hrossaræktar í sveitarfélaginu, þ. 15. okt. n.k. í Tjarnarbæ.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Bjarni Egilsson Sigurður Haraldsson
Þórarinn Leifsson
Skapti Steinbjörnsson
Símon E. Traustason
Smári Borgarsson