Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 13 – 29.09.98
Ár 1998. Þriðjudaginn 29. sept. kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkr. Mættir voru Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður nefndarinnar.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Fulltrúar fjallskilastjórnar Lýtingsstaðahr. og framhl. Seyluhrepps mæta til fundar.
- Fjallskilastjóri Hofsafréttar mætir til fundar.
- Lögð fram drög að samningi við dýralækna.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.
2. Bjarni bauð velkomna til fundar Sigfús Pétursson, fjallskilastjóra framhl. Seyluhr., Indriða Stefánsson, fjallskilastjóra Lýtingsstaðahrepps, vestan Jökulsár vestri og Egil Örlygsson, meðstjórnanda.
Bjarni sagði frá tilefni þess að ofangreindir voru boðaðir til fundar, en það var bréf er barst landbúnaðarnefnd frá Jóni Arnljótssyni, dags. 10. sept.´98, er varðaði fjallskilamál.
Rætt var um efni bréfsins og útskýringar fengnar á ýmsum atriðum þess. Rætt var um að koma á fundi í vetur með bændum á svæðinu.
Viku nú þeir félagar af fundi.
3. Bjarni bauð velkominn til fundar fjallskilastjóra Hofsafréttar, Sigtrygg Gíslason. Bjarni sagði frá tilefni þess að fjallskilastjóri var boðaður til fundar, en það var bréf sem barst landbúnaðarnefnd frá Leifi Hreggviðssyni, dags. 15. sept. ’98.
Rætt var um efni bréfsins og upplýsingar fengnar um ýmis atriði þess, hjá Sigtryggi og í framhaldi af því rædd ýmis mál er varða Hofsafrétt.
Vék Sigtryggur nú af fundi.
4. Lögð fram drög að samningi við dýralækna í Skagafirði um framkvæmd garnaveikibólusetningar og hundahreinsun í sveitarfélaginu.
5. Önnur mál.
Lögð fram drög að fréttabréfi Landbúnaðarnefndar, ábyrgðarmenn Þórarinn Leifsson og Bjarni Egilsson.
Nefndarmönnum leist vel á drögin og samþykkt var að senda fréttabréfið út.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Bjarni Egilsson Sigurður Haraldsson.
Smári Borgarsson
Þórarinn Leifsson
Símon E. Traustason
Skapti Steinbjörnsson