Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

15. fundur 13. október 1998 kl. 13:00 - 16:00 Fundarsalur Sveitarfélagsins

Landbúnaðarnefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 15 – 13.10.98

 

            Ár 1998, þriðjudaginn 13. október, kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins, Faxatorgi 1, Sauðárkr.

            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson.

 

Dagskrá:

  1. Afréttarskrá Skagafjarðar.
  2. Landsmót hestamanna árið 2002.

 

Afgreiðslur:

1. Teknar fyrir eftirtaldar afréttir: Skagaheiði, Selhólar og Þórðarsel og Staðarafrétt. Ýmsar athugasemdir gerðar og Þórarinn Leifsson tekur að sér áframhaldandi tölvu­vinnslu við afréttarskrána þar sem Valgeir Bjarnason dvelst erlendis.

 

2. Lesið upp bréf frá hestamannafélögunum Léttfeta og Stíganda til héraðsnefndar, dagsett 27/5 1997.

Lesin afgreiðsla héraðsráðs á fyrrnefndu bréfi, dagsett 28/5 1997 og samþykkt héraðsnefndar dagsett 26/7 1997, þar sem fram kemur að héraðsnefnd samþykkir að tryggja að hestamannafélögum í Skagafirði verði gert fært að sjá um framkvæmd landsmótsins árið 2002.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16,00.

 

Smári Borgarsson

Bjarni Egilsson

Símon E. Traustason

Skapti Steinbjörnsson

Þórarinn Leifsson