Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 15 – 13.10.98
Ár 1998, þriðjudaginn 13. október, kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins, Faxatorgi 1, Sauðárkr.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson.
Dagskrá:
- Afréttarskrá Skagafjarðar.
- Landsmót hestamanna árið 2002.
Afgreiðslur:
1. Teknar fyrir eftirtaldar afréttir: Skagaheiði, Selhólar og Þórðarsel og Staðarafrétt. Ýmsar athugasemdir gerðar og Þórarinn Leifsson tekur að sér áframhaldandi tölvuvinnslu við afréttarskrána þar sem Valgeir Bjarnason dvelst erlendis.
2. Lesið upp bréf frá hestamannafélögunum Léttfeta og Stíganda til héraðsnefndar, dagsett 27/5 1997.
Lesin afgreiðsla héraðsráðs á fyrrnefndu bréfi, dagsett 28/5 1997 og samþykkt héraðsnefndar dagsett 26/7 1997, þar sem fram kemur að héraðsnefnd samþykkir að tryggja að hestamannafélögum í Skagafirði verði gert fært að sjá um framkvæmd landsmótsins árið 2002.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16,00.
Smári Borgarsson
Bjarni Egilsson
Símon E. Traustason
Skapti Steinbjörnsson
Þórarinn Leifsson