Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

24. fundur 11. desember 1998 kl. 11:00 - 14:30 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 24 – 11.12.1998

 

            Ár 1998, föstudaginn 11.des. kl. 11.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.

            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.

 

Dagskrá:

  1. Fundur settur.
  2. Þóknun fjallskilastjóra og nefndarmanna.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.

 

2. Þóknun fjallskilastjóra og nefndarmanna. 

Eftirfarandi var ákveðið: 

Fjallskilastjórar 15.000.- 

Stjórnarmenn 7.500.- 

Á eftirtöldum svæðum var greiðsla ákveðin þannig: 

Hóla- og Viðvíkurdeild: 

Fjallskilastjórar kr. 30.000.- 

Stjórnarmenn 15.000.-

Fjallskiladeildir framhluta Seyluhr. og Lýtingsstaðahrepps vestan Jökulsár vestri.  Fjallskilastjórar kr. 30.000.- 

Meðstjórnandi kr. 15.000.-  

Samráðsnefndarmaður v./ Blönduvirkjun kr. 7.500.- 

Greitt fyrir akstur á öllu svæðinu samkv. framlögðum reikningum.

 

3. Önnur mál.

a) Sjá trúnaðarbók.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.30.

 

Bjarni Egilsson                                              Sigurður Haraldsson

Þórarinn Leifsson

Smári Borgarsson

Skapti Steinbjörnsson

Símon E. Traustason