Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 26 – 12.01.1999
Ár 1999, þriðjudaginn 12. jan. kl. 13.00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Bréf.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Bjarni formaður setti fund og kynnti dagskrá.
2. Kynnt bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga undirr. af Þórólfi Gíslasyni. Þar er óskað eftir að landbúnaðarnefnd tilnefni einn mann í vinnuhóp, sem samanstæði einnig af fulltr. frá K.S., fél. sauðfjárbænda og atvinnumálanefnd Skagafjarðar. Vinnuhóp þessum er ætlað að vinna saman um málefni er varðar framleiðslu landbúnaðarvara í Skagafirði. Tilnefndur var Bjarni Egilsson. Samþykkt var að óska eftir fundi með atvinumálanefnd þar sem rætt yrði m.a. efni í bréfi frá K.S.
3. Mikil umræða fór fram um framtíð landbúnaðarmála í Skagafirði almennt og fjölmörgum málum velt upp. Þá var samþykkt að leggja til við Sveitarstjórn, að þeir aðilar sem framvísa tófu eða minkaskottum en hafa ekki veiðikorta númer, fái greidd hálf verðlaun, samkvæmt taxta frá Veiðistjóra.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin, fundi slitið.
Bjarni Egilsson Sigurður Haraldsson
Þórarinn Leifsson
Smári Borgarsson
Símon E. Traustason
Skapti Steinbjörnsson