Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 30 – 11.02.1999
Ár 1999, fimmtudaginn 11. febrúar kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhúss. Fundur hófst kl. 10.00.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Skapti Steinbjörnsson, Símon Traustason og Smári Borgarsson.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Viðræður við fulltrúa landgræðslu.
Afgreiðslur:
1. Bjarni Egilsson setti fund og bauð gesti velkomna til fundar.
2. Mættir voru til fundar fulltrúar Landgræðslu Ríkisins þeir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Björn Barkason og Bjarni Maronsson ásamt Agli Bjarnasyni. Sveinn Runólfsson tók nú til máls fór yfir málefnin sagði meðal annars til að verið væri að endurskoða lög um landgræðslu sem gengi þó fremur hægt. Sveinn sagði að virkt samstarf hefði verið lengi milli Landgræðslunnar annars vegar og Búnaðarsambands Skagafjarðar og gróðurverndarnefndar Skagafjarðar hins vegar. Sveinn telur ástand heimalanda í Skagafirði eitt það alvarlegasta á landinu en víða í Skagafirði sé áhugi á úrbótum. Einnig bindur hann vonir við landnýtingarkort sem nú eru í vinnslu. Mikil umræða varð um vistræna ræktun á landi sem yrði til hagsbóta fyrir bændur t.d. hrossasölu erlendis. Fram kom í máli landgræðslustjóra að afréttir Skagfirðinga í heild séu í nokkuð góðu lagi. Landgræðslustjóri taldi óásættanlegt til lengri tíma litið að beita hrossum á Eyvindarstaðaheiði og Hofsafrétt. Töluverð umræða varð um það mál. Fundarmenn eru sammála um að bændur í Skagafirði séu nú orðnir mjög meðvitaðir um að fækkun hrossa verður að gerast á næstu árum, sem myndi auka arðsemi hrossabúskapar á nýjan leik. Bjarni þakkaði gestunum fyrir komuna og gagnlegar umræður.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.40.
Smári Borgarsson
Þórarinn Leifsson
Símon Traustason
Skapti Steinbjörnsson
Bjarni Egilsson