Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 33 – 23.02.1999
Ár 1999, þriðjudaginn 23. febr. kl. 12,30, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar á Hótelinu, Varmahlíð, mættir voru Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson, Smári Borgarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður. Til fundarins var einnig boðuð stjórn Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar svo og fulltr. í samráðsnefnd um Blönduvirkjun.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Afréttar- og upprekstrarmál, er viðkemur Eyvindarstaðaheiði.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Bjarni setti fund, bauð viðstadda velkomna og kynnti tilefni fundar.
2. Bjarni bauð velkomin til fundar Erlu Hafsteinsdóttur, Sigfús Pétursson og Indriða Stefánsson, en þau mynda stjórn Uppr.f. Eyvindarstaðaheiðar, einnig þá Egil Örlygsson og Pétur Pétursson, en þeir eru fulltrúar í samráðsnefnd um virkjun Blöndu. Bjarni gerði grein fyrir viðræðum sem fram hafa farið við Stefán Ólafsson, lögmann á Blönduósi, en leitað hefur verið til hans með svör við ýmsum atriðum er varða afréttarmál á Eyvindarstaðaheiði svo og málefni og rétt bænda í hluta Lýtingsstaðahrepps og framhluta Seyluhrepps, sem upprekstur eiga á afréttarsvæðið. Stefán er væntanlegur seinna á fundinn. Þá sagði Bjarni frá viðræðum við Guðmund Hagalín stöðvarstjóra í Blönduvirkjun um vegamál og annað það er tengist samningi um Blönduvirkjun. Þá sagði Bjarni frá fundi landbúnaðarnefndar með Sveini Runólfssyni og fleirum þ. 11. febr. sl. þar sem rædd voru m.a. uppgræðslu og beitarmál á Eyvindarstaðaheiði. Fram kom á þeim fundi hjá Sveini landgræðslustjóra að hann vill taka fyrir upprekstur á hrossum á Eyvindarstaðaheiði, og friða framhluta heiðarinnar með girðingum. Mikil og almenn umræða fór fram um öll þessi mál og fjölmargar hugmyndir komu fram í því sambandi m.a. um vegamálin og allir sammála um að skoða þann þátt nánar í samráði við Landsvirkjun.
Bjarni bauð nú velkominn til fundar Stefán Ólafsson lögfræðing, Blönduósi. Stefán gerði grein fyrir greinargerð er varðaði svör við 9 atriðum sem landbúnaðarnefnd hafði falið honum að afla svara við, um upprekstrarmál er varðar Eyvindarstaðaheiði. Farið var yfir svörin lið fyrir lið og miklar umræður fóru fram og gagnlegar upplýsingar komu fram. Nokkur áhersluatriði rædd sem Stefán ætlar að skoða fyrir væntanlegan fund sem halda á með bændum í Lýtingsstaðahr. og Seyluhr. sem upprekstur eiga á Eyvindarstaðaheiði. Var þar m.a. um að ræða fjallskilagjöld. Vísast að öðru leyti til þeirra spurninga sem fram voru settar og þeirra svara sem Stefán setti fram.
Viku nú gestir af fundi.
3. Önnur mál. Kynnt vinnuplagg – Arðbær hrossabúskapur, undirr. af Þórarni Leifsssyni.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin, fundi slitið kl. 18.15.
Símon E. Traustason Sigurður Haraldsson
Þórarinn Leifsson
Skapti Steinbjörnsson
Bjarni Egilsson
Smári Borgarsson