Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

36. fundur 23. mars 1999 kl. 13:00 Stjórnsýsluhús

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 36 – 23.03.1999

 

            Ár 1999, þriðjudaginn 23. mars, kl. 1300 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.

            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Símon Traustason, Skapti Steinbjörnsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fundarsetning.
  2. Landsmót á Vindheimamelum 2002.
  3. Umræða um byggingu reiðskemmu.
  4. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Bjarni setti fund og skýrði frá dagskrá.


2. Bjarni bauð velkomna til fundar fulltr. frá hestamannafélögum í Skagafirði, þeir voru:  Guðmundur Sveinsson frá Léttfeta, Bessi Vésteinsson frá Stíganda og Haraldur Þ. Jóhannesson frá Svaða en þeir voru boðaðir til fundarins til þess að ræða um undirbúning og framkvæmd Landsmóts 2002. 

Bjarni fór nokkrum orðum um undirbúning mótsins og taldi m.a. nauðsynlegt að fá upp hjá Landssamb. hestamanna hvað að þeim snýr í sambandi við mótið.  Þá er ljóst að mikið þarf að gera fyrir svæðið til þess að hægt sé að halda mótið og hafa verið nefndar í því sambandi háar tölur.  Mikil umræða fór fram um undirbúning mótsins og hvernig best væri að standa að honum og hvernig koma mætti niður þeim kostnaði sem þarf að leggja á, var í því samb. nefndur m.a. kostnaður við bætta veitingaaðstöðu, sem eftilvill væri hægt að leysa á annan hátt.  Þá var rætt allnokkuð um uppbyggingu á svæðinu þegar til lengri tíma er litið, en fram kom að félögin hafa ekki fjármagn til að leggja í svæðið, og fram kom sú hugmynd að fá fleiri aðila en hestamannafélögin inn í það dæmi. 

Tilnefndir voru frá landbúnaðarnefnd þeir Skapti Steinbjörnsson og Þórarinn Leifsson til þess að starfa með fulltrúum hestamannafélaganna að undirbúningi Landsmótsins árið 2002.  Skapta falið að kalla saman þá aðila sem starfa eiga að undirbúningi mótsins. 

Viku þeir nú af fundi, sem mættir voru frá hestamannafélögunum og var þeim þökkuð góð og gagnleg umræða.


3. Mættir voru á fundinn Árni Þorgilsson Blönduósi, Sveinn Guðmundsson Sauðárkróki og Þorleifur Ingvarsson Sólheimum.  Ræddar voru hugmyndir um byggingu reiðskemmu á Sauðárkróki.


4. Önnur mál.
a) Rætt um reglur um byggingu á hrossaskjólum og nauðsyn þess að setja skýrar reglur um viðurkenndar teikningar.  Landbúnaðarnefndarmenn sem sæti eiga í stjórn BSS falið að fylgja málinu eftir.

b) Formaður lagði fram bréf til kynningar sem hann ritar f.h. landbúnaðarnefndar til dýralækna í Skagafirði, er tóku að sér garnaveikibólusetningu í sveitarfélaginu á sl. hausti.  Þar kemur fram að framkvæmd verksins er ekki í samræmi við gerðan samning.

c) Formaður lagði fram bréf  sem hann ritar f.h. landbúnaðarnefndar til Búnaðarsamb. Skagafirðinga c/o Sverrir Magnússon, Efra Ási.  Efni þess er:  Verkefni sem miðar að fækkun hrossa og aukinni arðsemi af hrossabúskap í Skagafirði.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Þórarinn Leifsson                                                      Sigurður Haraldsson

Símon Traustason

Smári Borgarsson

Skapti Steinbjörnsson

Bjarni Egilsson