Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Bændur græða landið styrkbeiðni 2017
Málsnúmer 1711071Vakta málsnúmer
2.Atvinnustarfsemi í réttum
Málsnúmer 1711269Vakta málsnúmer
Rætt um gjaldtöku fyrir atvinnustarfsemi í réttum sveitarfélagsins, t.d. blóðtöku og ferðaþjónustu. Samþykkt að vinna að útfærslu gjaldskrár.
3.Framlög til fjallskilasjóða árið 2018
Málsnúmer 1711232Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að skiptingu framlaga ársins 2018 til fjallskilasjóða.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samtals er úthlutað framlögum að upphæð 3.638.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samtals er úthlutað framlögum að upphæð 3.638.000 kr.
4.Skýrsla um Umhverfisstofnunar um veiðar á ref og mink
Málsnúmer 1711278Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla þjónustufulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar um veiðar á ref og mink frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Landbúnaðarnefnd samþykkir skýrsluna og leggur til að hún verði send inn til Umhverfisstofnunar.
5.Fjárhagsáætlun 2018 - málaflokkur 13 - Landbúnaður
Málsnúmer 1711234Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2018, málaflokk 13-landbúnaðarmál. Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
6.Fjallskilasjóður Skarðshrepps - Ársreikningur 2016
Málsnúmer 1711130Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjoðs Skarðshrepps fyrir árið 2016.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.