Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

195. fundur 28. nóvember 2017 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar Valgarðsson varam.
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon
Dagskrá

1.Bændur græða landið styrkbeiðni 2017

Málsnúmer 1711071Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 7. nóvember 2017 frá Landgræðslu ríkisins þar sem falast er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið“ vegna ársins 2017.
Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.

2.Atvinnustarfsemi í réttum

Málsnúmer 1711269Vakta málsnúmer

Rætt um gjaldtöku fyrir atvinnustarfsemi í réttum sveitarfélagsins, t.d. blóðtöku og ferðaþjónustu. Samþykkt að vinna að útfærslu gjaldskrár.

3.Framlög til fjallskilasjóða árið 2018

Málsnúmer 1711232Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skiptingu framlaga ársins 2018 til fjallskilasjóða.

Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samtals er úthlutað framlögum að upphæð 3.638.000 kr.

4.Skýrsla um Umhverfisstofnunar um veiðar á ref og mink

Málsnúmer 1711278Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla þjónustufulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar um veiðar á ref og mink frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Landbúnaðarnefnd samþykkir skýrsluna og leggur til að hún verði send inn til Umhverfisstofnunar.

5.Fjárhagsáætlun 2018 - málaflokkur 13 - Landbúnaður

Málsnúmer 1711234Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2018, málaflokk 13-landbúnaðarmál. Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.

6.Fjallskilasjóður Skarðshrepps - Ársreikningur 2016

Málsnúmer 1711130Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjoðs Skarðshrepps fyrir árið 2016.

Fundi slitið - kl. 11:00.