Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

134. fundur 28. maí 2008 kl. 12:00 á Hótel Varmahlíð
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður Landbúnaðarnefndar
Dagskrá

1.Refa- og minkaveiðar - fundur með veiðimönnum

Málsnúmer 0806034Vakta málsnúmer

Ingibjörg Hafstað og Sigríður Björnsdóttir, nefndarmenn, gátu ekki nætt til fundar.Til fundarins voru boðaðir veiðimenn í ref og mink, sem ráðnir eru af sveitarfélaginu til veiðanna. Í upphafi fundar var boðið upp á góða súpu og brauð. Eftir að hafa innbyrt góða súpu hjá Svönu tók Einar til máls, bauð veiðimenn velkomna til fundarins. Einar sagði m.a. frá veiðum í sveitarfélaginu frá 1998-2007, þá sagði hann frá framlagi ríkisins til veiðanna árin 2000-2007. Niðurstaða var sú að þegar búið er að draga vsk frá verðlaunum þá standa eftir kr. 585.786,- ótrúlega lág tala og algjörlega óásættanleg. Einar dreifði upplýsingum um hin einstöku svæði sem veiðimenn veiða á og þar kom fram dýrafjöldi og heildargreiðsla. Augljóst hvað hver og einn hefur úr að spila, lagði Einar áherslu á að veiðimenn héldu sig innan þess ramma sem ákveðinn hefur verið og ekki verði greitt fyrir umfram veiði. Gjaldskrá yfir veiðar 2008 er innfærð í fundargerð frá 18. apríl sl. og vísast til hennar. Ekki verður greitt fyrir ófædda hvolpa, þó læða virðist komin að goti. Niðurstaða veiða 2007. 1. Refurinn fór fram úr áætlun en minkur var undir áætlun. 2. Þar með var borguð umfram veiði á ref. 3. Mun minni framúrkeyrsla en undanfarin ár og í ár verður hún engin. 4. Framúrkeyrsla undanfarinna ára var ástæða fyrir lægra framlagi til veiðanna 2007. 5. Gerðar miklar breytingar á greiðslukerfinu ár 2007. 6. Framlag fékkst hækkað árið 2008 úr 4 millj. í 5 milljónir. 7. Augljósara í hvað peningarnir fara. 8. Ljóst hvað hver og einn hefur úr að spila og veiðimenn hafa frjálsar hendur innan svæðanna. Ellefu veiðimenn mættu til fundar. Veiðikóti 2008: Refur 330 dýr kr. 4.205.000,-. Minkur 281 dýr kt. 1.686.000,-.

Fundi slitið.