Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

142. fundur 29. maí 2009 kl. 12:00 á Hótel Varmahlíð
Fundargerð ritaði: Einar E. Einarsson, formaður
Dagskrá

1.Refa- og minkaveiðar - fundur með veiðimönnum 2009

Málsnúmer 0906058Vakta málsnúmer

Til fundarins voru boðaðir veiðimenn sem veitt hafa ref og mink og ráðnir eru af sveitarfélaginu til veiðanna.

Í upphafi var veiðimönnum boðið upp á góða súpu ásamt brauði. Eftir að hafa gert henni góð skil tók Einar til máls og bauð veiðimenn velkomna til fundar.

Einar sýndi með myndasyrpu þróun veiða á landinu í heild, refur heldur í sókn en minkur á undanhaldi. Þá fór Einar yfir veiðitölur og greiðslur sveitarfélagsins er spannaði yfir árin frá 1998-2008.
Tölur ársins 2008, þ.e.a.s. frá 1. sept. 2007 ? 31. ágúst 2008 voru þessar:
? Veiddir refir 296 (10 færri en 2007) greitt fyrir þá kr. 4.432.873,-, endurgreiðsla ríkis kr. 640.712,-, hlutur sveitarfél. kr. 3.792.161,-, meðaltal kr. 14.976,-.
? Veiddir minkar 348 (30 fleiri en ´07) greitt fyrir þá kr. 1.798.853,-, endurgreiðsla ríkis kr. 586.069,-, hlutur sveitarfél. kr. 1.212.784,-, meðaltal 5.169,-.

Ríkið fær endurgr. vsk. frá veiðimönnum, hlutur þess til veiðanna er því mjög rýr eða kr. 586.163,- fyrir árin 2000-2008, sem er að sjálfsögðu óviðunandi.
Endurgreiðsla ríkis 2008 var kr. 1.226.781,-. Veiðimenn endurgreiða vsk. kr. 1.226.404,-. Ríkið greiðir því aðeins kr. 377,- til veiðanna 2008.

Einar dreifði til veiðimanna upplýsingum um hin einstöku svæði sem veiðimenn veiða á, þar kom fram fjöldi veiddra dýra og heildargreiðslur. Þar voru einnig tölur um veiðikvóta hvers og eins fyrir veiðiárið 2009. Lagði Einar áherslu á að veiðimenn héldu sig innan kvótarammans og að ekki verði greitt fyrir umfram veiði.
Landbúnaðarnefnd hefur heimild til að færa til kvóta náist ekki að fylla upp í veiðikvóta einstakra svæða.

Gjaldskrá 2009 ? óbreytt frá 2008.

Ráðnir veiðimenn:
1. Vetrarveiði refur kr. 7.500 m. vsk
2. Refaveiðar á erfiðum svæðum kr. 18.500 m. vsk
3. Refaveiðar á léttari svæðum kr. 13.500 m. vsk
4. Veiddur minkur kr. 6.000 m. vsk
5. Ekki greitt fyrir ófædda hvolpa
6. Ekki verður greitt fyrir meira en kvóti hvers og eins segir til um.

Aðrir veiðimenn:
Refur kr. 2.500, minkur kr. 1.500 pr. dýr.

Niðurstaða 2008
1. Framúrkeyrsla í greiðslum upp á 4.945,- af 5 millj.
2. Besti árangur frá upphafi.
3. Sveitarfél. með óbreytt framlag 2009, allmörg sveitarfélög eru að hætta veiðum.
4. Augljósara í hvað peningarnir fara.
5. Ljóst hvað hver og einn hefur úr að spila.
6. Veiðimenn hafa frjálsar hendur innan svæðanna.
7. Heildarkvóti á svæði stækkar ekki við annað fyrirkomulag.

Allnokkrar umræður fóru fram um veiðimálin. Veiðimenn virtust jákvæðir með fyrirkomulag veiðanna.

Fundi slitið.