Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 45 – 26.10.1999
Ár 1999, þriðjudaginn 26. október kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
Fundarsetning.
Sauðfjárveikivarnir.
Umsögn Stefáns Ólafssonar v/Haraldar Jóhannssonar.
Bréf sem borist hafa.
Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Bjarni setti fund og kynnti dagskrá og bauð fundarfólk velkomið til fundar, sérstaklega bauð hann velkominn til starfa í landbúnaðarnefnd Örn Þórarinsson, en Örn kemur í nefndina í stað Skapta Steinbjörnssonar sem hefur flutt af landi brott. Þá bauð Bjarni velkomna á fundinn dýralæknana Guðrúnu Margréti Sigurðardóttur, Einar Otta Guðmundsson, Höskuld Jensson og Sigurð Sigurðsson á Keldum.
Sauðfjárveikivarnir - Bjarni gerði grein fyrir því í stuttu máli tilefni þess að dýralæknar voru boðaðir á fund, en það er að fá fram skýrar reglur um búfjárflutninga með tilliti til reglugerðar um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki í sveitarfélaginu. Sigurður Sigurðarson dýralæknir Keldum tók til máls. Hann ræddi á sínu máli um riðusjúkdóminn og þau tilfelli sem upp hafa komið á N.l. vestra. Nokkur ný tilfelli hafa komið upp í Húnavatnssýslum, en hefur verið í rénun í Skagafirði. Þá ræddi Sigurður nokkuð um reglugerð um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki, sbr. reglur no. 5831/1996. Þá ræddi Sigurður eins um garnaveiki. Mikil umræða varð um búfjárflutninga milli svæða, en flutningar hafa átt sér stað í sveitarfélaginu nú í haust, og upplýst var að beiðni hefur borist dýral. um flutning á fé úr Bólstaðahlíðarhreppi til býlis í sveitarfélaginu. Fram kom að fundarmenn voru andvígir öllum flutningum á sauðfé milli bæja og svæða, en höfðu áhyggjur af efnahagslegum áhrifum í einstökum tilfellum s.s. þeim sem eru að byrja búskap. Dýralæknum var falið að hafa samband við þá aðila sem hafa selt og flutt fé á milli bæja. Þá var rætt um heyflutninga milli svæða. Samþykkt var að birti í Sjónhorni og fréttabréfi B.S.S. að gefnu tilefni, þær reglur sem gilda um varnir gegn riðuveiki. Eftir að hafa kynnt sér fundargerð véku dýralæknar af fundi og þakkaði Bjarni þeim fyrir komuna á fundinn.
Bjarni kynnti umsögn er borist hafði frá Stefáni Ólafssyni hdl. Blönduósi, er varðaði bréf er barst landbúnaðarnefnd frá Haraldi Jóhannssyni Enni 23.07.1999, er varðaði rétt eyðijarða til upprekstrar á afrétt.
Bjarni kynnti bréf dags. 1. september 1999 undirritað af Halli Sigurðssyni. Þar er samningi um land undir Staðarrétt sagt upp samkvæmt samningi þar um dags. 23. ágúst 1981. Bjarna og Sigurði falið að endurnýja samninginn.
Önnur mál - ýmis mál rædd.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
../kb
Fundur 45 – 26.10.1999
Ár 1999, þriðjudaginn 26. október kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
Bjarni Egilsson | Sigurður Haraldsson |