Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

47. fundur 25. nóvember 1999
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 47 – 25.11.1999

    Ár 1999, fimmtudaginn 25. nóv. kl. 1030 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
    Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
    1. Fundarsetning.
    2. Lagður fram samningur v/Laufskálaréttar.
    3. Bréf er borist hafa.
    4. Kynnt bréf til fjallskilastjóra dags. 18.11.1999.
    5. Lögð fram til kynningar skýrsla yfir refa- og minkaveiðar 1999.
    6. Skiptabakkaskáli.
AFGREIÐSLUR:
  1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
  2. Lagður fram samningur um leigu á landi v/Laufskálaréttar, undirritaður 22.11.1999 af landeigendum Árna Ragnarssyni og Margréti Rögnvaldsdóttur og fh. Sveitarfélagsins af Snorra Birni Sigurðssyni. Landbúnaðarnefnd samþykkti samninginn.
  3. Bréf er borist hafa.
  1. Kynnt bréf undirritað af Sigtryggi Gíslasyni dags. 5.11.1999, þar fer hann fram á niðurfellingu fjallskilagjalda sem hann greiðir til upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar, þar sem hann gerir full fjallskil til Hofsafréttar.
  2. Kynnt bréf undirritað af fjallskilanefnd Lýtingsstaðahrepps og framhl. Seyluhrepps dags. 14.11.1999, bréfið er svarbréf við bréfi frá landbúnaðarnefnd dags. 17.10.1999, vísast í það erindi. (sjá fundargerð landbúnaðarnefndar 5.10.1999). Landbúnaðarnefnd sammála um að funda með stjórnum upprekstrarfélaganna.
  1. Kynnt bréf til fjallskilastjóra þar sem minnt er á skil á fjallskilareikningum og óskað er eftir fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.
  2. Lögð fram skýrsla um refa- og minkavinnslu 1999. Veiði 257 refir, 284 minkar. Vísast til skýrslunnar.
  3. Skiptabakkaskáli - Rætt um samning við Skagafjarðardeild 4x4 klúbbsins um kaup á Skiptabakkaskála, samningurinn hefur verið kynntur og söluhugmynd fyrir stjórn uppr. fél. Eyvindarstaðaheiðar og er hún samþykk sölu á skálanum. Gert er ráð fyrir að andvirði sölunnar gangi til viðhalds á Stafnsrétt. Bjarna og Sigurði falið að ganga frá samningnum.
  4. Önnur mál. - Ýmis mál rædd m.a. upprekstrarmál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1215.
Bjarni Egilsson 
Þórarinn Leifsson
Örn Þórarinsson
Símon Traustason
Smári Borgarsson
                           Sigurður Haraldsson