Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 47 – 25.11.1999
Ár 1999, fimmtudaginn 25. nóv. kl. 1030 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1215.
Fundur 47 – 25.11.1999
Ár 1999, fimmtudaginn 25. nóv. kl. 1030 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins Faxatorgi 1, Sauðárkróki.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Þórarinn Leifsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
- Fundarsetning.
- Lagður fram samningur v/Laufskálaréttar.
- Bréf er borist hafa.
- Kynnt bréf til fjallskilastjóra dags. 18.11.1999.
- Lögð fram til kynningar skýrsla yfir refa- og minkaveiðar 1999.
- Skiptabakkaskáli.
- Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
- Lagður fram samningur um leigu á landi v/Laufskálaréttar, undirritaður 22.11.1999 af landeigendum Árna Ragnarssyni og Margréti Rögnvaldsdóttur og fh. Sveitarfélagsins af Snorra Birni Sigurðssyni. Landbúnaðarnefnd samþykkti samninginn.
- Bréf er borist hafa.
- Kynnt bréf undirritað af Sigtryggi Gíslasyni dags. 5.11.1999, þar fer hann fram á niðurfellingu fjallskilagjalda sem hann greiðir til upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar, þar sem hann gerir full fjallskil til Hofsafréttar.
- Kynnt bréf undirritað af fjallskilanefnd Lýtingsstaðahrepps og framhl. Seyluhrepps dags. 14.11.1999, bréfið er svarbréf við bréfi frá landbúnaðarnefnd dags. 17.10.1999, vísast í það erindi. (sjá fundargerð landbúnaðarnefndar 5.10.1999). Landbúnaðarnefnd sammála um að funda með stjórnum upprekstrarfélaganna.
- Kynnt bréf til fjallskilastjóra þar sem minnt er á skil á fjallskilareikningum og óskað er eftir fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.
- Lögð fram skýrsla um refa- og minkavinnslu 1999. Veiði 257 refir, 284 minkar. Vísast til skýrslunnar.
- Skiptabakkaskáli - Rætt um samning við Skagafjarðardeild 4x4 klúbbsins um kaup á Skiptabakkaskála, samningurinn hefur verið kynntur og söluhugmynd fyrir stjórn uppr. fél. Eyvindarstaðaheiðar og er hún samþykk sölu á skálanum. Gert er ráð fyrir að andvirði sölunnar gangi til viðhalds á Stafnsrétt. Bjarna og Sigurði falið að ganga frá samningnum.
- Önnur mál. - Ýmis mál rædd m.a. upprekstrarmál.
Bjarni Egilsson | Sigurður Haraldsson |