Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

14. fundur 10. janúar 2024 kl. 13:00 - 13:15 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Sigrún Eva Helgadóttir varaform.
  • Jón Sigurjónsson aðalm.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vatnsleysa 2 (235731) - Beiðni um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2311113Vakta málsnúmer

Lögð fram ódagsett umsókn um stofnun lögbýlis á jörðinni Vatnsleysu í Skagafirði, frá Rúnari Þór Guðbrandssyni og Huldu Sóllilju Aradóttur, í gegnum félagið Trostan ehf., kt. 470103-3450, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis á jörðinni Vatnsleysu 2, landnúmer 235731. Áformað er að nýta jörðina fyrir hrossarækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja jafnframt meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

2.Úthlutun til fjallskilanefnda 2023

Málsnúmer 2211228Vakta málsnúmer

Til ráðstöfunar af fjárhagslið landbúnaðarnefndar til fjallskilanefnda 2023 eru kr. 562 þúsund.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita kr. 200 þúsund af fjárhagslið landbúnaðarnefndar fyrir árið 2023 til fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurhrepps, vegna viðhalds á gangnamannaskála á Fjalli í Kolbeinsdal.

Fundi slitið - kl. 13:15.