Úthlutun til fjallskilanefnda 2023
Málsnúmer 2211228
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 6. fundur - 09.01.2023
Lagðar fram áætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2023. Landbúnaðarnefnd hefur til ráðstöfunar á fjárhagsáætlun 2023 fyrir deild 13210, samtals 8 mkr. til að veita í framlög til fjallskilasjóðanna. Nefndin mun kalla eftir frekari upplýsingum hjá fjallskilanefndum.
Landbúnaðarnefnd - 8. fundur - 03.04.2023
Farið yfir óskir fjallskilasjóða um framlag úr sveitarsjóði árið 2023.
Landbúnaðarnefnd úthlutaði 4,2 milljón króna að þessu sinni af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd úthlutaði 4,2 milljón króna að þessu sinni af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd - 9. fundur - 27.04.2023
Á síðasta fundi landbúnaðarnefndar úthlutaði nefndin 4,2 mkr. framlagi til hluta fjallskilasjóða í sveitarfélaginu, af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.050 þkr. til fjallskilasjóða á þessum fundi af fjármagni því sem nefndin hefur til ráðstöfunar. Nefndin samþykkir einnig að fá forsvarsmenn Fjallskilasjóðs Hofsóss- og Unadals, Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps og Upprekstrarfélags Akrahrepps á næsta fund nefndarinnar til viðræðu um fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2023.
Landbúnaðarnefnd beinir því til eignarsjóðs að 2,5 mkr. framlag af fjárveitingu ársins 2023 til viðhalds skilarétta verði eyrnamerkt Fjallskilasjóði Skefilssstaðahrepps vegna viðhalds á Selnesrétt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.050 þkr. til fjallskilasjóða á þessum fundi af fjármagni því sem nefndin hefur til ráðstöfunar. Nefndin samþykkir einnig að fá forsvarsmenn Fjallskilasjóðs Hofsóss- og Unadals, Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps og Upprekstrarfélags Akrahrepps á næsta fund nefndarinnar til viðræðu um fjárhagsáætlun þeirra fyrir árið 2023.
Landbúnaðarnefnd beinir því til eignarsjóðs að 2,5 mkr. framlag af fjárveitingu ársins 2023 til viðhalds skilarétta verði eyrnamerkt Fjallskilasjóði Skefilssstaðahrepps vegna viðhalds á Selnesrétt.
Landbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023
Landbúnaðarnefnd hefur úthlutað 5.238 þkr. framlagi til hluta fjallskilasjóða í sveitarfélaginu, af 8.050 þkr. fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.950 þkr. á þessum fundi af fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.950 þkr. á þessum fundi af fjárveitingu ársins.
Landbúnaðarnefnd - 11. fundur - 12.09.2023
Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 300 þkr. til Fjallskilasjóðs Hofsafréttar af styrkjafé sínu.
Landbúnaðarnefnd - 14. fundur - 10.01.2024
Til ráðstöfunar af fjárhagslið landbúnaðarnefndar til fjallskilanefnda 2023 eru kr. 562 þúsund.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita kr. 200 þúsund af fjárhagslið landbúnaðarnefndar fyrir árið 2023 til fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurhrepps, vegna viðhalds á gangnamannaskála á Fjalli í Kolbeinsdal.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita kr. 200 þúsund af fjárhagslið landbúnaðarnefndar fyrir árið 2023 til fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurhrepps, vegna viðhalds á gangnamannaskála á Fjalli í Kolbeinsdal.
Landbúnaðarnefnd - 15. fundur - 15.02.2024
Fjallað um stöðu lagfæringa á Hlíðarrétt sl. sumar. Lagfæringin kostaði meira en sem nam fjárveitingu til fjallskilasjóðs Hofsafréttar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að skoða málið á næsta fundi nefndarinnar þegar til umfjöllunar verða fjárveitingar til fjallskilasjóða fyrir árið 2024.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að skoða málið á næsta fundi nefndarinnar þegar til umfjöllunar verða fjárveitingar til fjallskilasjóða fyrir árið 2024.