Lög og reglugerðir um heilbrigðisþjónustu.
Málsnúmer 0709015
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 402. fundur - 13.09.2007
Málið verður skoðað áfram.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 403. fundur - 20.09.2007
Byggðráð Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsir undrun á vinnubrögðum heilbrigðisráðuneytisins við setningu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu og reglugerða þeim lögum tengdum þmt. Reglugerðar um heilbrigðisumdæmi. Í bréfi dags. 30.júlí 2007 er framkvæmdastjórn heilbrigðisstofuninarinnar beðin um umsögn um drög að reglugerðum um heilbrigðisumdæmi og um heilsugæslustöðvar og var óskað svars fyrir 17. ágúst. Í bréfi dags. 16. ágúst sl. óskar framkvæmdastjóri stofnunarinnar eftir fresti til að svara vegna sumarleyfa. Því erindi er ekki svarað en fljótlega kynnt ný reglugerð sem er algjörlega á skjön við það sem hafði áður verið kynnt.
Áðurnefndum drögum er breytt án skýringa og hvorki framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki né sveitarstjórn gefið færi á að tjá sig um ný reglugerðardrög.
Þá er ljóst að Ráðuneytið tekur ekkert tillit til álits Sambands íslenskra sveitarfélaga né álits Sveitarfélagsins Skagafjaðar. Byggðaráð harmar að Norðurland vestra skuli ekki vera eitt heilbrigðisumdæmi eins og gert var ráð fyrir í fyrri reglugerðardrögum. Krefst ráðið skýringa ráðuneytisins á breytingum á þeim tillögum.
Áðurnefndum drögum er breytt án skýringa og hvorki framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki né sveitarstjórn gefið færi á að tjá sig um ný reglugerðardrög.
Þá er ljóst að Ráðuneytið tekur ekkert tillit til álits Sambands íslenskra sveitarfélaga né álits Sveitarfélagsins Skagafjaðar. Byggðaráð harmar að Norðurland vestra skuli ekki vera eitt heilbrigðisumdæmi eins og gert var ráð fyrir í fyrri reglugerðardrögum. Krefst ráðið skýringa ráðuneytisins á breytingum á þeim tillögum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 5000. fundur - 10.01.2008
Afgreiðsla 402. fundar byggðaráðs staðfest með níu atkvæðum.