Landsmót hestamanna 2010
Málsnúmer 0801012
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 464. fundur - 22.01.2009
Á fund byggðarráðs komu Eymundur Þórarinsson, Guðmundur Sveinsson og Agnar H. Gunnarsson til viðræðu um Landsmót 2010 á Vindheimamelum og nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að fara í.
Byggðarráð tekur jákvætt í málið en afgreiðslu frestað.
Byggðarráð tekur jákvætt í málið en afgreiðslu frestað.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 465. fundur - 27.01.2009
Byggðarráð tekur jákvætt í að allt að kr. 5.000.000 verði varið til kaldavatnsframkvæmda vegna Landsmóts 2010 og felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Skagafjarðarveitna ehf um framkvæmd og útfærslu. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að ræða við oddvita Akrahrepps um mögulega aðkomu hreppsins að málinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 464. fundi byggðarráðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009
Afgreiðsla 465. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 144. fundur - 09.06.2009
Lagt fram bréf frá Landsmóti hestamanna ehf. þar sem óskað er eftir fulltrúa í framkvæmdanefnd Landsmóts 2010. Formaður leggur til að Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs-og þróunarsviðs og María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri verði tilnefnd sem fulltrúar f.h. sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 144. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lögð fram til kynningar staðfesting á umsókn hestamannafélaga og sveitarfélaga í Skagafirði til LH um að halda Landsmót 2010 á Vindheimamelum.