Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

144. fundur 09. júní 2009 kl. 09:15 - 10:50 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri.
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu að niðurskurði í íþrótta-og æskulýðsmálum um 2.630.000.- og í félagsþjónustu verði styrkir og framlög lækkuð um 500.000.-

2.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer

Formaður kynnir tilboð frá Hofsbót og Ungmennafélaginu Neista um byggingu íþróttahúss við nýja sundlaug á Hofsósi.

3.Landsmót hestamanna 2010

Málsnúmer 0801012Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Landsmóti hestamanna ehf. þar sem óskað er eftir fulltrúa í framkvæmdanefnd Landsmóts 2010. Formaður leggur til að Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs-og þróunarsviðs og María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri verði tilnefnd sem fulltrúar f.h. sveitarfélagsins.

4.Umsókn í Velferðarsjóð barna

Málsnúmer 0906029Vakta málsnúmer

Velferðarsjóður barna úthlutaði Sumar T.Í.M. 500.000.- króna styrk til að bjóða efnaminni einstaklingum frítt/afslátt á námskeiðin. Frístundastjóra og félagsmálastjóra falið að útfæra leið til að koma styrknum í réttar hendur.

5.Málefni dagmæðra

Málsnúmer 0901057Vakta málsnúmer

Rætt um starfsaðstöðu dagmæðra, sbr. fyrri umræður. Niðurstaða hefur dregist á langinn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Jenný Inga, áheyrnarfulltrúi VG. óskar bókað að hún harmi seinagang í afgreiðslu málsins og vill að komið verði til móts við óskir þeirra um styrk til bættrar aðstöðu.

Fundi slitið - kl. 10:50.