Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

465. fundur 27. janúar 2009 kl. 09:00 - 11:26 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki

Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer

Rætt um framkvæmdir vegna leikskólabyggingar.

2.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2009 fyrir sveitarstjóð og stofnanir hans.
Byggðaráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu sveitarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Jafnframt samþykkir byggðaráð að fjárhagsáætlun verði endurskoðuð fyrir lok aprílmánaðar. Markmið endurskoðunarinnar verður að skila nýrri áætlun með jákvæðu veltufé frá rekstri. Sveitarstjóra og sviðstjórum er falið að hefja þá vinnu nú þegar. Markmið byggðarráðs er að ná hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins án þess að skerða þjónustu. Meðal aðgerða sem sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt er að stofnunum og félögum í eigu sveitarfélagsins sé óheimilt að ráða í störf sem losna án samþykktar byggðaráðs. Þá leggur byggðaráð sérstaka áherslu á að beina framkvæmdum, innkaupum oþh. til aðila innan héraðs og skorar á fyrirtæki og einstaklinga í sveitarfélaginu að gera slíkt hið sama. Byggðarráð þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þann árangur sem náðst hefur við hagræðingu í áætlunarvinnunni á milli umræðna, en ítrekar mikilvægi þess að enn frekari árangur náist í þeirri vinnu sem framundan er.

3.Flygill - styrkbeiðni

Málsnúmer 0901077Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 vegna kaupa á flygli.
Byggðarráð samþykkir að veita 100.000 kr. styrk til kaupanna. Tekið af fjárhagslið 21890.

4.Sögusetur ísl. hestsins - styrkbeiðni v.2009

Málsnúmer 0811052Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að hækka styrk til Söguseturs íslenska hestsins um eina milljón króna á árinu 2009 vegna nýrra og aukinna verkefna. Tekið af fjárhagslið 21890.

5.Landsmót hestamanna 2010

Málsnúmer 0801012Vakta málsnúmer

Byggðarráð tekur jákvætt í að allt að kr. 5.000.000 verði varið til kaldavatnsframkvæmda vegna Landsmóts 2010 og felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Skagafjarðarveitna ehf um framkvæmd og útfærslu. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að ræða við oddvita Akrahrepps um mögulega aðkomu hreppsins að málinu.

6.Þjónustukönnun meðal íbúa í Skagafirði

Málsnúmer 0810081Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Capacent Gallup á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja, enda gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun 2009.

Fundi slitið - kl. 11:26.