Fara í efni

Leiguskilyrði fyrir Íþróttahús Sauðárkróki

Málsnúmer 0801042

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 117. fundur - 15.01.2008

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að Íþróttahúsið á Sauðárkróki verði ekki leigt út fyrir fámennari samkomur en 400. Á hverju hausti, fyrir 1. september, verður auglýst eftir þeim sem vilja fá íþróttahúsið leigt undir mannfagnaði og þurfa umsækjendur að skila inn umsóknum fyrir 15. sept. Þannig er hægt að skipuleggja starfsemi hússins í upphafi skólaárs og komast hjá árekstrum og óþægindum sem annars geta skapast. Gera skal skriflegan samning milli leigusala og leigutaka þar sem fram kemur ábyrgð hvors um sig.
Nefndin gerir að tillögu sinni að þar til Menningarhúsið Miðgarður verður tekið í notkun verði íþróttahúsið til leigu fyrir mannfagnaði allt niður að 200 manna markinu.
Nefndin leggur til að leigugjald verði eftirfarandi:
1. fyrir 1/3 hluta íþróttahúss í sólarhring kr. 150.000.-
2. fyrir 2/3 hluta íþróttahúss í sólarhring kr. 210.000.-
3. fyrir allt húsið í sólarhring kr. 280.000.-
4. Leiga á dúkum er 150/- stykkið.
5. Uppsetning á sviði, sé það leigt út úr íþróttahúsinu, kostar 50.000.-
Félags-og tómstundanefnd vísar til gjaldskrárbreytingunni til Byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 420. fundur - 31.01.2008

Lögð fram gjaldskrá félags- og tómstundanefndar vegna útleigu á Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn. Byggðarráð staðfestir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.