Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

117. fundur 15. janúar 2008 kl. 14:00 - 15:40 í Ráðhúsinu
Dagskrá

1.Einstaklingserindi Umsókn um styrk v. þátttöku í skíðalandsliði.

Málsnúmer 0801040Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita Sævari Birgissyni 50.000.- króna styrk vegna þátttöku hans í A-landsliði í skíðagöngu árið 2007.

2.Leiguskilyrði fyrir Íþróttahús Sauðárkróki

Málsnúmer 0801042Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að Íþróttahúsið á Sauðárkróki verði ekki leigt út fyrir fámennari samkomur en 400. Á hverju hausti, fyrir 1. september, verður auglýst eftir þeim sem vilja fá íþróttahúsið leigt undir mannfagnaði og þurfa umsækjendur að skila inn umsóknum fyrir 15. sept. Þannig er hægt að skipuleggja starfsemi hússins í upphafi skólaárs og komast hjá árekstrum og óþægindum sem annars geta skapast. Gera skal skriflegan samning milli leigusala og leigutaka þar sem fram kemur ábyrgð hvors um sig.
Nefndin gerir að tillögu sinni að þar til Menningarhúsið Miðgarður verður tekið í notkun verði íþróttahúsið til leigu fyrir mannfagnaði allt niður að 200 manna markinu.
Nefndin leggur til að leigugjald verði eftirfarandi:
1. fyrir 1/3 hluta íþróttahúss í sólarhring kr. 150.000.-
2. fyrir 2/3 hluta íþróttahúss í sólarhring kr. 210.000.-
3. fyrir allt húsið í sólarhring kr. 280.000.-
4. Leiga á dúkum er 150/- stykkið.
5. Uppsetning á sviði, sé það leigt út úr íþróttahúsinu, kostar 50.000.-
Félags-og tómstundanefnd vísar til gjaldskrárbreytingunni til Byggðaráðs.

3.Umsókn um leyfi til gæslu barns í heimahúsi, dagmömmuleyfi

Málsnúmer 0801028Vakta málsnúmer

Samþykkt umsókn Aðalbjargar Þ. Sigfúsdóttur, Sæmundargötu 6, um framhaldsleyfi til dagvistunar barna á heimili hennar. Leyfið er veitt fyrir 5 börn og til fjögurra ára.

4.Aðgengismál

Málsnúmer 0801032Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla Kristjáns Kristjánssonar um aðgengismál hjá stofnunum sveitarfélagsins. Félags- og tómstundanefnd þakkar skýrsluna. Nefndin óskar eftir að mæta á fund skipulags- og bygginganefndar um málið. Stefnt er að þeim fundi 6. febrúar n.k.

5.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 0801041Vakta málsnúmer

Engin erindi fyrirliggjandi.

Fundi slitið - kl. 15:40.