Byggðakvóti - breyting á reglugerð
Málsnúmer 0801057
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 417. fundur - 17.01.2008
Í reglugerð Sjávarútvegsráðuneytis nr. 588 frá 4. júlí 2007 er ákvæði um að úthlutun byggðakvóta "verði bundin skilyrðum um löndun og samkomulag við fiskvinnslustöð staðsetta og með lögheimili í byggðarlaginu Hofsósi." Afgreiðslu frestað.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 431. fundur - 23.04.2008
Á fund byggðarráðs mættu forsvarsmenn Grafaróss ehf til viðræðu vegna byggðakvóta en þeir eru tilbúnir að taka á móti fiski til vinnslu á Hofsósi. Véku þeir síðan af fundi.
Byggðarráð leggur ekki til breytingu á núgildandi reglugerð um byggðakvóta varðandi löndunarskyldu á Hofsósi. Byggðarráð fer fram á við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að hraðað verði endurúthlutun á byggðakvóta sem og að veiðitími verði lengdur.
Byggðarráð leggur ekki til breytingu á núgildandi reglugerð um byggðakvóta varðandi löndunarskyldu á Hofsósi. Byggðarráð fer fram á við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að hraðað verði endurúthlutun á byggðakvóta sem og að veiðitími verði lengdur.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008
Afgreiðsla 431. fundar byggðarráðs staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.