Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Þjóðskjalasafn - Skráningarverkefni á Sauðárkróki
Málsnúmer 0801050Vakta málsnúmer
Bréf hefur borist frá Þjóðskjalasafni þar sem þökkuð eru jákvæð viðbrögð við því að af hálfu safnsins yrði hleypt af stokkunum skráningarverkefnum á Sauðárkróki sem unnin yrðu innan vébanda Héraðsskjalasafns í umsjón héraðsskjalavarðar. Til greina kemur að vinna tvö verkefni hér ef hentugt húsnæði er fyrir hendi og til staðar er fólk sem getur tekið að sér verkin. Um 6-7 störf yrði að ræða í 2 ár og talsvert geymslurými þarf.Byggðarráð þakkar Þjóðskjalasafninu bréfið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.
2.Byggðakvóti - breyting á reglugerð
Málsnúmer 0801057Vakta málsnúmer
Í reglugerð Sjávarútvegsráðuneytis nr. 588 frá 4. júlí 2007 er ákvæði um að úthlutun byggðakvóta "verði bundin skilyrðum um löndun og samkomulag við fiskvinnslustöð staðsetta og með lögheimili í byggðarlaginu Hofsósi." Afgreiðslu frestað.
3.Hluthafafundur í Jarðgerð ehf
Málsnúmer 0801060Vakta málsnúmer
Boðað er til hluthafafundar í Jarðgerð ehf. fimmtudaginn 17. janúar kl. 11:00. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarfélaginu í varastjórn félagsins.Byggðarráð samþykkir að tilnefna Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra sem varamann í stjórn Jarðgerðar ehf og mun hann sitja þennan hluthafafund í umboði sveitarfélagsins.
4.Ráðstefna um snjóflóðavarnir, skipulagsmál og samfélagsmál
Málsnúmer 0801055Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar:Samband íslenskra sveitarfélaga áframsendir boð á alþjóðlega ráðstefnu um snjóflóðavarnir, skipulagsmál og samfélagsmál sem haldin verður á Egilsstöðum 11. - 14. mars n.k. Að ráðstefnunni standa m.a. Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands í samvinnu við Vegagerðina, Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga o.fl.Sveitarstjóra falið að sjá til þess að fulltrúar sveitarfélagsins sæki ráðstefnuna.
5.Ráðstefna um Staðardagskrá 21
Málsnúmer 0801056Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar:Boðað er til landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 á Íslandi sem haldin verður í Hveragerði 8.- 9. febrúar n.k. undir yfirskriftinni: "Sjálfbær þróun, betri heilsa og ný störf." Málið einnig lagt fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd.Sveitarstjóra falið að sjá til þess að fulltrúar sveitarfélagsins sæki ráðstefnuna.
6.Samantekt um fyrirkomulag og kostnað við refa- og minkaveiðar á Nl.v.
Málsnúmer 0801051Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar samantekt Samtaka sveitarfélaga á Norðurl.vestra, SSNV, um fyrirkomulag og kostnað við refa- og minkaveiðar á starfsvæði samtakanna árin 2004 - 2006.Málið er einnig lagt fyrir Landbúnaðarnefnd.
7.Starfshópur um viðbyggingu verknámshúss FNV
Málsnúmer 0801054Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skipun menntamálaráðherra á starfshópi til að stýra undirbúningi viðbyggingar við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.Byggðarráð leggur áherslu á að vinnuhópurinn hefji störf nú þegar og að tekið verði tillit til þeirrar vinnu sem fram hefur farið undanfarið ár.
8.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2007
Málsnúmer 0801053Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar uppgjör frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga yfir framlög sjóðsins árið 2007.
Fundi slitið - kl. 10:50.