Glaumbær - erindi varðandi Byggðasafn Skagfirðinga
Málsnúmer 0802099
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 140. fundur - 20.02.2008
Glaumbær ? erindi varðandi Byggðasafn Skagfirðinga. Á fundinn komu Sigríður Sigurðardóttir safnvörður og Áskell Heiðar sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs. Gerðu þau grein fyrir þeim hugmyndum sem nú eru til umræðu varðandi framtíðar safnasvæði í Glaumbæ. Fyrir fundinum liggja tillögur, unnar af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt, sem gera m.a ráð fyrir byggingu nýs þjónustuhúss fyrir safnið. Óskað er eftir að svæðið verði tekið til deiliskipulagslegrar meðferðar. Verður það gert að fenginni formlegri beiðni landeigenda.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008
Afgreiðsla 140. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 222. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.