Fara í efni

Undirskriftarlistar vegna húsnæðisvanda Birkilundar

Málsnúmer 0803038

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 36. fundur - 06.03.2008

Leikskólinn Birkilundur. Lagður fram undirskriftalisti frá 47 íbúum á þjónustusvæði Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð þar sem farið er fram á úrlausn vegna óviðunandi aðstöðu í húsnæðismálum. Fræðslustjóri fór yfir stöðu mála og verða samkvæmt umsóknum 6 börn á biðlista í haust eftir innritun. Þá greindi hann einnig frá því að á síðasta fundi Samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps þann 13. febrúar sl. hafði verið bókað að auka þyrfti rými leikskólans um 100 fermetra og að samþykkt hefði verið að fela tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gera samanburð á kostnaði við lausnir á húsnæðisvanda skólans.