Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umsókn um leikskólavist
Málsnúmer 0802079Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri greindi frá fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni varðandi tímabundna vistun barns í leikskóla. Einnig lagt fram svarbréf fræðslustjóra.
2.Undirskriftarlistar vegna húsnæðisvanda Birkilundar
Málsnúmer 0803038Vakta málsnúmer
Leikskólinn Birkilundur. Lagður fram undirskriftalisti frá 47 íbúum á þjónustusvæði Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð þar sem farið er fram á úrlausn vegna óviðunandi aðstöðu í húsnæðismálum. Fræðslustjóri fór yfir stöðu mála og verða samkvæmt umsóknum 6 börn á biðlista í haust eftir innritun. Þá greindi hann einnig frá því að á síðasta fundi Samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps þann 13. febrúar sl. hafði verið bókað að auka þyrfti rými leikskólans um 100 fermetra og að samþykkt hefði verið að fela tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gera samanburð á kostnaði við lausnir á húsnæðisvanda skólans.
3.Sumarlokanir leikskóla 2008
Málsnúmer 0803051Vakta málsnúmer
Rætt um sumarlokanir leikskólanna.
4.Mötuneyti Árskóla
Málsnúmer 0801009Vakta málsnúmer
Formaður greindi frá því að mötuneyti Árskóla hefði hafið starfsemi í hádeginu
5.Áætlaður nemendafjöldi næsta skólaár
Málsnúmer 0803039Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri lagði fram tölur yfir áætlaðan nemendafjölda fyrir næsta skólaár.
6.Svæðisráð foreldra
Málsnúmer 0803040Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri greindi frá nýstofnuðu svæðisráði foreldrafélaga í Skagafirði sem er samstarfsvettvangur allra foreldra við grunnskóla í Skagafirði.
7.Eftirlit með skráningu grunnskólanema
Málsnúmer 0802061Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri greindi frá erindi sem barst frá Menntamálaráðuneytinu dags. 8. febrúar 2008 varðandi eftirlit sveitarfélagsins með skólagöngu barna. Einnig kynnti hann svar sitt dagsett 25. febrúar.
8.Reglugerð um Tónlistarskóla
Málsnúmer 0803041Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju reglugerð um Tónlistarskóla Skagafjarðar með minni háttar breytingum. Fræðslunefnd samþykkir hana þannig breytta. Hún send sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefnd Akrahrepps til staðfestingar.
9.Söngskóli Alexöndru
Málsnúmer 0803042Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Söngskóla Alexöndru dags. 22. febrúar 2008 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um rekstur skólans. Óskað er eftir því að sveitarfélagið greiði ákveðna upphæð, sem samið verði um, með hverjum nemenda sem stundar nám í söngskólanum. Með erindinu fylgdu útreikningar á kostnaði við skólann. Erindinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 17:50.