Málefni heilbrigðisstofnana á Sauðárkróki og Blönduósi
Málsnúmer 0803073
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 426. fundur - 13.03.2008
Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki kynnti sveitarstjóra í símtali ákvörðun heilbrigðisráðherra þess efnis að um næstu áramót verði heilbrigðisstofnanirnar á Sauðárkróki og Blönduósi sameinaðar undir eina yfirstjórn. Kom hann á framfæri ósk frá nefnd þeirri á vegum ráðuneytisins sem fjalla á um málið, að hún fái að hitta fulltrúa sveitarfélagsins að máli föstudaginn 14. mars n.k. á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fara á fund nefndar ráðuneytisins á morgun.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008
Afgreiðsla 426. fundar byggðarráðs staðfest á 225. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 437. fundur - 05.06.2008
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki er kjölfesta í héraði og hafa Skagfirðingar búið við afar góða heilbrigðisþjónustu sem ber að þakka. Þá hefur stofnunin fengið viðurkenningu heilbrigðisráðuneytisins fyrir árangur í rekstri. Góð og öflug þjónusta ásamt fyrirmyndarrekstri er fyrst og fremst góðu starfsfólki að þakka. Byggðaráð leggur áherslu á að boðaðar breytingar á skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra komi ekki niður á þeirri þjónustu og árangri sem náðst hefur hjá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og að störfum og verkefnum fjölgi fremur en fækki. Sauðárkrókur er byggðakjarni Norðurlands vestra með fjölbreytta og öfluga þjónustu, því leggur byggðaráð áherslu á að tryggt verði að yfirstjórn heilbrigðisstofnunarinnar verði áfram á Sauðárkróki.
Með vísan til umræðna um samráð á fundi með nefnd heilbrigðisráðuneytisins um málið samþykkir byggðaráð að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra og nefndinni sem fyrst.
Með vísan til umræðna um samráð á fundi með nefnd heilbrigðisráðuneytisins um málið samþykkir byggðaráð að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra og nefndinni sem fyrst.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Afgreiðsla 437. fundar byggðarráðs staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar 24.06.08 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 444. fundur - 04.09.2008
Sameining heilbrigðisstofnana á Sauðárkróki og Blönduósi rædd.
Byggðaráð ítrekar kröfur um að höfuðstöðvar nýrrar sameinaðrar heilbrigðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hefur byggt upp afburða þjónustu sem einkennst hefur af stöðugleika, framsýni, góðum árangri í rekstri og mikilli einingu meðal starfsmanna og þjónustuþega. Mikilvægt er að nýta þessa góðu reynslu til að efla nýja stofnun í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra hafa á þingum SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) samþykkt að Sauðárkrókur verði skilgreindur sem byggðakjarni og verði þar með kjarni í uppbyggingu þjónustu ríkisins.
Byggðaráð ítrekar kröfur um að höfuðstöðvar nýrrar sameinaðrar heilbrigðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hefur byggt upp afburða þjónustu sem einkennst hefur af stöðugleika, framsýni, góðum árangri í rekstri og mikilli einingu meðal starfsmanna og þjónustuþega. Mikilvægt er að nýta þessa góðu reynslu til að efla nýja stofnun í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra hafa á þingum SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) samþykkt að Sauðárkrókur verði skilgreindur sem byggðakjarni og verði þar með kjarni í uppbyggingu þjónustu ríkisins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008
Afgreiðsla 444. fundar byggðarráðs staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.