Íbishóll - Umsókn um byggingarleyfi, einbýli.
Málsnúmer 0804041
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 144. fundur - 16.04.2008
Íbishóll, Skagafirði, landnúmer 146044. Umsókn um byggingarleyfi. Magnús Bragi Magnússon kt. 111069-5739 eigandi jarðarinnar Íbishóls, sækir með bréfi dagsettu 27. mars sl. um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7457, dags. 27. mars 2008. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja íbúðarhús á tveimur hæðum, 152 m2 að grunnfleti. Á fyrirhuguðum byggingarreit eru fyrir fjárhús og hlaða, sem verða rifin og fjarlægð. Skipulags- og byggingarnefnd veitti á fundi sínum þann 20. desember 2007 heimild til að fjarlægja umræddar byggingar. Afgreiðslu frestað þar til aðaluppdrættir liggja fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd - 149. fundur - 18.06.2008
Íbishóll, Skagafirði, (146044) - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16.4.sl. og þá m.a. eftirfarandi bókað. „Magnús Bragi Magnússon kt. 111069-5739, eigandi jarðarinnar Íbishóls, sækir með bréfi dagsettu 27. mars sl. um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni. Afgreiðslu frestað þar til aðaluppdrættir liggja fyrir.“ Í dag liggja fyrir aðaluppdrættir ásamt umsókn sem dagsett er 2.6.08 undirrituð af Ómari Péturssyni byggingarfræðingi kt. 050571-5569. Framlagðir uppdrættir gerðir af Ómari og eru þeir dagsettir 16.5.08, í verki nr. 08.360. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 12.6.2008. Erindið samþykkt.