Fara í efni

Meðferðarheimilið Háholt

Málsnúmer 0804074

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 431. fundur - 23.04.2008

Lagt fram erindi frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir endurnýjun á gildandi húsaleigusamningi vegna starfseminnar að Háholti, ásamt því að óskað er eftir að sveitarfélagið taki afstöðu til þess hvort það sé reiðubúið til að byggja húsnæði á lóð meðferðarheimilisins sem hýsi aðstöðu fyrir verklega þjálfun og geymslu. Þá er einnig farið fram á að nauðsynlegu viðhaldi innanhúss verði sinnt í sumar á þeim tíma sem starfsemi liggur niðri á heimilinu.
Byggðarráð fagnar áhuga Barnaverndarstofu á að endurnýja leigusamning um Háholt og samþykkir að fela sveitarstjóra í samráði við tæknideild að skoða málin nánar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 431. fundar byggðarráðs staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 439. fundur - 01.07.2008

Lögð fram til staðfestingar viljayfirlýsing á milli sveitarfélagsins og Barnaverndarstofu um áframhaldandi leigu meðferðarheimilisins Háholts til 10 ára, viðhald og uppbyggingu mannvirkja á lóð. Byggðarráð staðfestir framlagða viljayfirlýsingu. Fyrir liggur kostnaðaráætlun tæknideildar um nauðsynlegt viðhald og samþykkir byggðarráð að verkið verði unnið. Til að mæta þessum kostnaði verði leitast við að fresta öðrum viðhaldsverkefnum fasteigna á árinu. Þeir fjármunir sem vantar upp á verði teknir að láni.