Flæðagerði 9
Málsnúmer 0804104
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 145. fundur - 25.04.2008
Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 5. mars 2008 var tekið fyrir erindi sem dagsett er 12. febrúar 2008 varðandi breytingar á hesthúsunum við Flæðagerði 7, 9 og 11. Samþykkt var að senda erindi út í grenndarkynningu. Öllum eigendum fasteigna við Flæðagerði var sent erindið. Aðeins barst svar frá hestamannafélaginu Léttfeta móttekið hjá byggingarfulltrúa 14. apríl 2008. Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi vék af fundi við afreiðslu þessa máls. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða skipulagsbreytingu. Afgreiðsla byggingarleyfis bíður þar til frágengnir aðaluppdrættir liggja fyrir.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008
Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Flæðagerði 9 ? fyrirspurn. Pétur Ingi Grétarsson kt. 210275-4449 leggur fram fyrirspurn dagsetta 12. febrúar sl. þar sem hann óskar eftir að fá að byggja við hesthús sem stendur á lóðinni nr. 9 við Flæðagerði á Sauðárkróki. Erindinu fylgja ekki uppdrættir, en vísað er til uppdrátta sem lagðir hafa verið fram með umsókn fyrir Flæðagerði 11. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna hjá hlutaðeigandi hagsmunaaðilum á svæðinu.