Skagafjarðarhafnir - Hofsósshöfn viðhald 2008
Málsnúmer 0804113
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 30.04.2008
Samþykkt að grjótverja efsta hluta norðurgarðs hafnarinnar. Tilboðs hefur verið leitað,samkvæmt beiðni Kristjáns Helgasonar hjá Siglingastofnun. Áætlað magn er c.a. 500 til 700 m3. Miðað er við eftirfarandi skiptingu. Kjarni eða grjót úr Hegranesnámu 300 m3 komið á Hofsós frágengið. Grjót sem hægt er að ná í námu við Sleitustaði í Tungunámu 300 m3 komið á Hofsós. Heildartilboðsupphæð kr. 1.950.000.- Tilboðsgjafi Víðimelsbræður ehf. Samþykkt að taka tilboðinu. Gunnar Steingrímsson vék nú af fundi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008
Afgreiðsla 28. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.