Umsókn um svæði undir reiðhjólabraut
Málsnúmer 0805025
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 146. fundur - 07.05.2008
Lagt fram erindi Þorsteins Broddasonar varðandi uppsetningu þrautabrautar fyrir reiðhjól á flöt norðan Sauðárhlíðar á Sauðárkróki samkvæmt framlögðum gögnum. Óskað er eftir aðkomu Sveitarfélagsins að erindinu varðandi efnisútvegun. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á staðsetningu þrautabrautar á þessum stað. Að öru leyti tekur skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða aðra staðsetningu við umsækjanda.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008
Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.