Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

146. fundur 07. maí 2008 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hólar í Hjaltadal / Fosshótel - Umsögn um rekstrarleyfi.

Málsnúmer 0805017Vakta málsnúmer

Hólar í Hjaltadal, Fosshótel, umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 24. apríl sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Renato Grüenenfelder fyrir hönd Fosshótel ehf. 530396-2239 um leyfi til reksturs gistiheimilis í eftirtöldum húsum: Brúsabyggð 2-4, fastanr. 222-2892, Brúsabyggð 3, fastanr. 222-2896, Brúsabyggð 5, fastanr. 222-2900, Brúsabyggð 7, fastanr. 222-2585, Brúsabyggð 8, fastanr. 214-2819, Brúsabyggð 10, fastanr. 222-2820, Brúsabyggð 16, fastanr. 214-2814. og á efstu hæð skólahússins að Hólum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.Vindheimamelar - Umsögn um rekstrarleyfi.

Málsnúmer 0805018Vakta málsnúmer

Vindheimamelar, landnúmer 146250, umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 28. apríl sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Magnúsar Sigmundssonar kt. 270357-5639 fh. Haco ehf. kt 701001-3030, Vegamótum við Varmahlíð, um leyfi til reksturs veitingastofu í aðstöðu og veitingahúsnæði Vindheimamela sf. á Vindheimamelum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3.Stapi 146224 - umsókn um niðurrif húss.

Málsnúmer 0805019Vakta málsnúmer

Stapi, umsókn um niðurrif húss. Gunnar B. Dungal kt. 191148-4959, fh. B. Pálssonar ehf. kt. 610105-1060, sem þinglýstur eigandi jarðarinnar Stapa, landnr. 146224, sækir með bréfi dagsettu 28. apríl sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar til að rífa íbúðarhúsið að Stapa. Húsið er byggt árið 1964 og hefur matshlutanúmerið 03 og fastanúmerið 214-1458. Erindið samþykkt.

4.Héraðsdalur I land 199561 - umsókn um niðurrif húss.

Málsnúmer 0805020Vakta málsnúmer

Héraðsdalur I land, umsókn um niðurrif húss. Gunnar B. Dungal kt. 191148-4959, fh. B. Pálssonar ehf. kt. 610105-1060, sem þinglýstur eigandi jarðarinnar Héraðsdals I land, landnr. 199561, sækir með bréfi dagsettu 28. apríl sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar til að rífa minkahús sem stendur á lóðinni. Húsið er byggt árið 1987 og hefur matshlutanúmerið 01 og fastanúmerið 214-1081. Erindið samþykkt.

5.Héraðsdalur II 172590 - umsókn um niðurrif húsa.

Málsnúmer 0805022Vakta málsnúmer

Héraðsdalur II, umsókn um niðurrif húsa. Gunnar B. Dungal kt. 191148-4959, fh. B. Pálssonar ehf. kt. 610105-1060, sem þinglýstur eigandi jarðarinnar Héraðsdals II land, landnr, 172590 og Héraðsdals I landnr. 146172 sækir með bréfi dagsettu 28. apríl sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar til að rífa hús sem standa á landi jarðarinnar Héraðsdals I landnr, skráð á Héraðsdal II. Húsin sem um ræðir eru: Fjós og fjárhús byggð 1955, matshluti 04, matsnúmer 221-4281. Hlaða byggð 1952, matshluti 05, matsnúmer 221-4281. Véla/verkfærageymsla byggð 1953, matshluti 06, matsnúmer 221-4283. Erindið samþykkt.

6.Hvalnes lóð 145893 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805024Vakta málsnúmer

Hvalnes lóð - Skagasel, umsókn um byggingarleyfi. Málið á dagskrá byggðarráðs 28. febrúar sl., þá bókað. "Sigrún Marta Gunnarsdóttir húsvörður Skagasels sækir, í eigin nafni, um leyfi til eignasjóðs um að reisa eitt eða fleiri gestahús á lóð Skagasels. Eignasjóður samþykkir fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skipulags- og byggingarnefndar að húsið eða húsin verði sett niður á land félagsheimilisins enda verði hægt að fjarlægja þau ef svo ber undir." Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að skipta lóðinni Hvalnes lóð, landnúmer 145893 í tvær lóðir. Umsókn um byggingarleyfi verður tekin fyrir þegar lóð hefur verið skipt og gögn varðandi byggingarleyfisumsókn hafa borist nefndinni.

7.Umsókn um svæði undir reiðhjólabraut

Málsnúmer 0805025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorsteins Broddasonar varðandi uppsetningu þrautabrautar fyrir reiðhjól á flöt norðan Sauðárhlíðar á Sauðárkróki samkvæmt framlögðum gögnum. Óskað er eftir aðkomu Sveitarfélagsins að erindinu varðandi efnisútvegun. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á staðsetningu þrautabrautar á þessum stað. Að öru leyti tekur skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða aðra staðsetningu við umsækjanda.

Fundi slitið.