Hátún 2 - Deiliskipulagstillaga
Málsnúmer 0805026
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 142. fundur - 19.03.2008
Hátún II, Langholti ? deiliskipulag. Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni II, 560 Varmahlíð, kt. 260249-4959, þinglýstur eigandi Hátúns II, landnr. 146039, óskar eftir, með bréfi dagsettu 17. mars sl., að skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar taki deiliskipulags-tillögu fyrir landið til afgreiðslu samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Tillagan er sett fram á uppdrætti, dags. 17. mars 2008, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki, Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Fylgiskjöl með tillögunni er skýrsla um fornleifa¬skráningu fyrir jarðirnar Hátún og Miklagarð, sem unnin var á Byggðasafni Skagfirðinga, gefin út í júlí 2003. Einnig fylgir með bréf frá Stoð ehf. verkfræðistofu til Fornleifaverndar ríkisins, þar sem óskað er umsagnar um drög að deiliskipulaginu, dags. 21. febrúar 2008, sem og svar stofnunarinnar, dags. 7. mars 2008. Skipulagstillagan er í samræmi við stefnu Svæðisskipulags og tillögu að aðalskipulagi sem er í vinnslu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008
Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 226. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.