Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

142. fundur 19. mars 2008 kl. 13:15 - 15:58 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag

Málsnúmer 0804086Vakta málsnúmer

Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag. Á fund skipulags- og byggingarnefndar komu Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Árni Ragnarsson skipulagsráðgjafi. Rætt var um deiliskipulagsgerð vegna hafnarsvæðisins. Farið var yfir niðurstöður fundar með fulltrúum fyrirtækja á svæðinu, sem haldinn var í Verinu 13. mars sl. Þá var farið yfir framlagða verk- og tímaáætlun skipulagsráðgjafa vegna deiliskipulagsgerðarinnar og ræddar áherslur skipulags- og byggingarnefndar varðandi framtíðarnot svæðisins. Þórdís, Árni og Gunnar viku nú af fundi.

2.Hátún 2 - Deiliskipulagstillaga

Málsnúmer 0805026Vakta málsnúmer

Hátún II, Langholti ? deiliskipulag. Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni II, 560 Varmahlíð, kt. 260249-4959, þinglýstur eigandi Hátúns II, landnr. 146039, óskar eftir, með bréfi dagsettu 17. mars sl., að skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar taki deiliskipulags-tillögu fyrir landið til afgreiðslu samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Tillagan er sett fram á uppdrætti, dags. 17. mars 2008, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki, Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Fylgiskjöl með tillögunni er skýrsla um fornleifa¬skráningu fyrir jarðirnar Hátún og Miklagarð, sem unnin var á Byggðasafni Skagfirðinga, gefin út í júlí 2003. Einnig fylgir með bréf frá Stoð ehf. verkfræðistofu til Fornleifaverndar ríkisins, þar sem óskað er umsagnar um drög að deiliskipulaginu, dags. 21. febrúar 2008, sem og svar stofnunarinnar, dags. 7. mars 2008. Skipulagstillagan er í samræmi við stefnu Svæðisskipulags og tillögu að aðalskipulagi sem er í vinnslu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.

3.Kaupfélag Skagfirðinga - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 0803069Vakta málsnúmer

KS Varmahlíð ? umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 12. mars sl., um umsögn Skipulags- og byggingar-nefndar vegna umsóknar Péturs Stefánssonar kt. 20754-5649 f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka veitingastofu í húsnæði Kaupfélagsins í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.Löngumýrarskóli - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 0803059Vakta málsnúmer

Löngumýrarskóli ? umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 10. mars sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Gunnars Rögnvaldssonar kt. 031067-3919 f.h. Löngumýrarskóla kt. 6401690369 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gistiheimili og veitingastofu í húsnæði Löngumýrarskóla, Löngumýri við Varmahlíð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5.Ármúli - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805027Vakta málsnúmer

Ármúli ? umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi. Hermann Þórisson kt. 140960-4709 og Hallfríður Eysteinsdóttir kt. 221161-5729 eigendur jarðarinnar Ármúla á Langholti, Skagafirði, landnr. 145983, sækja með bréfi dagsettu 12. mars sl., um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og skjólvegg á jörðinni, ásamt breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum. Einnig sótt um leyfi til að byggja skýli við aðalinngang íbúðarhúss. Framlagðir breyttir aðaluppdrættir unnir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi dags.10. júní 2005 og breytt 12. mars 2008. Erindið samþykkt.

6.Ræktunarland 144008 - Umsókn um niðurrif húss

Málsnúmer 0805028Vakta málsnúmer

Ræktunarland 144008 ? umsókn um niðurrif húss. Jón Örn Berndsen, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um með bréfi dagsettu 17. mars sl., og í samræmi við gildandi skipulag fyrir suðurhluta Túnahverfis, heimild til að rífa og fjarlægja hesthús sem stendur á lóð með landnúmerið 144008, nánar tiltekið hús sem byggt var árið 1967 og hefur það fastanúmerið 213-264. Erindið samþykkt. Jón Örn vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Erindið samþykkt.

7.Aðalgata 16, Kaffi Krókur, eldsvoði

Málsnúmer 0802018Vakta málsnúmer

Aðalgata 16, Sauðárkróki. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 30. janúar sl., þá m.a. bókað.? Jón Örn skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála eins og hún er varðandi embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, vegna bruna að Aðalgötu 16 á Sauðárkróki. Húsið brann að hluta aðfararnótt 18. janúar sl. þ.e.a.s. efri hæð þess hluta hússins sem byggður var árið 1887. Beðið er eftir umsögn minjavarðar n.l. vestra og Húsafriðunarnefndar ríkisins.? Byggingarfulltrúi upplýsti að 5. febrúar sl. hefði hann ásamt starfsmanni farið í vettvangsskoðun, með í för Nikulás Úlfar Másson forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra, Ólafur Haukur Ólafsson hjá TM, Sigríður Sigurðardóttir safnvörður Byggðasafns Skagfirðinga, Unnar Ingvarsson forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Jón Daníel Jónsson eigandi. Að skoðun lokinni var haldinn fundur í Ráðhúsi Skagafjarðar þar sem m.a. kom fram að vænta mætti svara hlutaðeigandi umsagnaraðila innan hálfs mánaðar. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að óska eftir við hlutaðeigandi aðila að loka strax húsinu svo ekki stafi hætta af því og húsið liggi ekki undir skemmdum umfram það sem orðið er. Sem fyrst verði tekin ákvörðun um endurbyggingu hússins og skipulags- og byggingarnefnd gerð grein fyrir þeim áformum.

8.Atlantsolía - umsókn um lóð á Sauðárkílum

Málsnúmer 0803070Vakta málsnúmer

Atlantsolía - lóðarumsókn. Albert Þór Magnússon framkvæmdastjóri Atlantsolíu sækir með bréfi dagsettu 6. mars sl. um að fá úthlutað lóð á gatnamótum Skagfirðingabrautar og Borgargerðis. Fram kemur í erindinu að lóðin sé ætluð fyrir sjálfsafgreiðslustöð. Samkvæmt skipulagi er umbeðin lóð ekki ætluð fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar á eldsneyti. Á grundvelli þess hafnar nefndin erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skipuleggja við Borgargerði milli Strandvegar og Borgarflatar lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar. Þar verði þessari starfsemi ætlaður staður í framtíðinni.

9.Umsókn um lóð fyrir atvinnurekstur

Málsnúmer 0803002Vakta málsnúmer

ÓB, Olís ? lóðarumsókn. Einar Benediktsson forstjóri Olíuverslunar Íslands hf. sækir með bréfi dagsettu 27. febrúar sl. um að fá úthlutað lóð milli Strandvegar, Hólmagrundar og Sæmundargötu undir starfsemi félagsins á Sauðárkróki. Til vara er sótt um lóð á horni Strandvegar og Hegrabrautar. Fram kemur í erindinu að fyrirhuguð sé bygging á mannlausri sjálfsafgreiðslustöð og einnig þurfi pláss fyrir 200 m² útibú og lageraðstöðu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir því við umsækjanda að gerð verði nánari grein fyrir byggingaráformum félagsins og frestar afgreiðslu erindisins að öðru leyti. Skipulags- og byggingarnefnd hefur áformað að mannlausar sjálfsafgreiðslustöðvar verði staðsettar við Borgargerði milli Strandvegar og Borgarflatar.

Fundi slitið - kl. 15:58.