Fara í efni

Skagafjarðarhafnir - tillaga að gjaldskrárhækkun 1. júlí 2008.

Málsnúmer 0806044

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 16.06.2008

Fyrir liggur tillaga hafnarvarðar, Gunnars Steingrímssonar, varðandi hækkun á gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir. Tillagan gerir ráð fyrir að verð á rafmagni hækki um 6 % og að útseld vinna hækki um 11,8 %. Breytingarnar taki gildi 1. júlí 2008. Tillagan lögð fram vegna hækkana á gjaldskrá RARIK og almennra verðhækkana. Tillaga hafnarvarðar samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008

Afgreiðsla 30. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar 24.06.08 með átta atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.