Fara í efni

Leikvellir á Sauðárkróki

Málsnúmer 0806047

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 16.06.2008

Á fund nefndarinnar komu Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar. Farið var yfir gerð og stærð leikvalla og ástand þeirra. Búið er að fjarlægja öll leiktæki sem ekki eru talin uppfylla öryggisstaðla. Samþykkt að óska eftir Aðalskoðun á leikvöllum Sveitarfélagsins og Helgu garðyrkjustjóra falið að fylgja því máli eftir. Samþykkt að endurskoða heildarskipulagningu leiksvæða og gerð verði framkvæmdaáætlun um leiksvæðin. Því erindi vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008

Afgreiðsla 30. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar 24.06.08 með níu atkvæðum.