Fara í efni

Starfsmannastefna

Málsnúmer 0806089

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 439. fundur - 01.07.2008

Lögð fram drög að starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem var til umfjöllunar árið 2006.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjórum að fara yfir drögin leggja þau síðan fram til afgreiðslu byggðarráðs og sveitarstjórnar fyrir lok ágúst nk.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 1. fundur - 27.08.2008

Verið að vinna í málinu. Afgreiðslu frestað.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 2. fundur - 03.09.2008

Heiðar lagði fram til kynningar svar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Ákveðið að klára umræðuna um stefnuna í næstu viku.
Ákveðið að ræða um stefnuna á næsta fundi sem haldinn verður á Ólafshúsi kl. 10, næsta miðvikudag.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 4. fundur - 17.09.2008

Ákveðið að bæta inn í lokakaflann ákvæði um að setji einstakar stofnanir sveitarfélagsins sérstaka starfsmannastefnu skuli hún taka mið af og vera í samræmi við starfsmannastefnu sveitarfélagsins.Tillaga framkvæmdaráðs verður lögð fyrir Byggðaráð í næstu eða þarnæstu viku. Kostnaðarútreikningur sem Jakob Frímann gerði árið 2006 verði endurskoðaður. Heiðar bendir á að þær tölur geti gefið ranga mynd. Sveitarstjóri sér um að kostnaðaráætlunin verði endurskoðuð og gengur frá tillögu til byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008

Lögð fram drög að starfsmannastefnu sveitarfélagsins með breytingartillögum framkvæmdaráðs.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að starfsmannastefnan verði samþykkt eins og hún nú liggur fyrir og mat verði lagt á kostnað við einstaka þætti hennar sem til falla á næsta ári við gerð fjárhagsáætlunar ársins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar borin upp og samþykkt með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 19. fundur - 09.02.2009

Lögð fram drög að uppsetningu á Starfsmannastefnu, verkefnaáætlun 2009 hefur verið skilin frá stefnunni og verður hún prentuð á sér blaði.
Ákveðið að prenta þetta og dreifa til starfsmanna og birta síðan stefnuna á vefsíðu sveitarfélagsins.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 24. fundur - 06.04.2009

Starfsmannastefnan komin úr prentun. Heiðar afhenti hana á fundinum formlega. Stjórnsýslusvið annast dreifingu til starfsmanna á næstu dögum. Ljóst er að verkáætlun ársins verður væntanlega að deila á núlíðandi og næsta ár.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 36. fundur - 14.09.2009

Rætt um nauðsyn þess að heimsækja stofnanir, ekki síst með hliðsjón af góðum niðurstöðum úr íbúakönnun. Sviðsstjórum falið að leggja fram áætlun um heimsóknir á næsta fundi, sveitarstjóri mun taka þátt í heimsóknum eins og kostur er.